Össur hf. - Tilkynningarskyld viðskipti.

Report this content
Össur hf. hefur keypt hlutabréf í félaginu á markaði að nafnvirði
1.186.000, þann 26.júlí 2001. Meðalgengi bréfanna er 41,80709. Kaup
félagsins á bréfunum eru gerð í tengslum við valréttarsamninga sem gerðir voru við stjórnendur, aðra starfsmenn og ráðgjafa félagsins í Bandaríkjunum og áður hafa verið tilkynntir.
Samningsgengi í vilnanasamningunum voru 3,125 og 24.

Eftirtaldir innherjar nýttu sér kaupvilnanir á bréfum félagsins:

Maynard Carkhuff, hlutabréf að nafnvirði 382.620
Mark Emery, hlutabréf að nafnvirði 76.524
William Philips, hlutabréf að nafnvirði 76.524
Richard Myers, hlutabréf að nafnvirði 76.524
Gary Wertz, hlutabréf að nafnvirði 76.524

Áðurtaldir aðilar hafa jafnframt selt hluti sína á genginu 41 og er eign þeirra í félaginu engin eftir söluna.

Eftir nýtingu vilnana og viðskipti tengdum valréttarsamningum starfsmanna er eignarhlutur Össurar hf. í félaginu engin.

Subscribe