Össur hf. kaupir tvö sænsk stoðtækjafyrirtæki.

Report this content

                        
Össur hf. hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á öllum hlutabréfum tveggja sænskra fyrirtækja, Pi Medical AB og Karlsson & Bergström AB. Sameiginleg velta þessara tveggja félaga er áætluð 668 milljónir íslenskra króna og hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) 70 milljónir árið 2000, að frádregnum 5 milljóna króna kostnaði sem fellur til hjá sænsku fyrirtækjunum vegna sameiningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir að samlegðaráhrifa gæti fyrr en á næsta ári. Össur hf. greiðir fyrir hlutabréf fyrirtækjanna með 6,9  milljón hlutum í Össuri hf. Miðað við það gengi sem notað er í samningnum,  eru þetta liðlega 442 milljónir króna að undanskildum kostnaði tengdum kaupunum.   Hluti kaupverðsins, tæplega 32%, verður  greiddur með svokölluðu "Earn-Out" fyrirkomulagi á næstu fjórum árum ef vissum markmiðum verður náð í rekstri félagsins. <br>
<br>
Össur Nordic AB<br>
Samstarf fyrirtækjanna mun hefjast við undirritun á kaupsamningi, en þau verða síðan sameinuð á næsta ári undir nafninu Össur Nordic AB. Höfuðstöðvar  nýja fyrirtækisins og dreifingarstöð birgða verða í Uppsala. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verður Yvonne Meyer en hún hefur verið framkvæmdastjóri og aðaleigandi Pi Medical AB. Eigandi Karlsson & Bergström AB, Jonas Bergström, verður sölustjóri hins nýja félags og mun stýra sölu - og markaðsmálum þess . Hjá hinu sameinaða félagi munu starfa átta sölumenn sem eiga samskipti við viðskiptavini í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Össur Nordic AB mun einnig sjá um sölu og markaðssetningu til Eystrasaltsríkjanna. <br>
<br>
<br>
Uppbygging á dreifikerfi Össurar hf.<br>
Það er stefna Össurar hf. að efla sölukerfi fyrirtækisins og eru þessi kaup liður í því. Fyrirtækin eru tvö af stærstu dreifingarfyrirtækjum í stoðtækjaiðnaði á Norðurlöndum og verða þau sameinuð Össurarsamsteypunni. Kaup þessi styrkja markaðsaðgang félagsins á Norðurlöndum og auðvelda sölu á heildarlausnum á sviði stoðtækja. Auk dreifingu á stoðtækjum er hluti veltu Pi Medical AB og Karlsson & Bergstrom AB  á sviði stuðningstækja, s.s. spelkur og belti, en Össur hf. hefur fram að þessu ekki haslað sér völl á þeim vettvangi. <br>
<br>
Skandinavíski markaðurinn<br>
Pi Medical AB hefur verið leiðandi í markaðssetningu á framleiðsluvörum Össurar hf. í heiminum og verið dreifiaðili íslenska fyrirtækisins frá árinu 1986. Pi Medical AB hefur einnig stundað framleiðslu á sérhæfðum lausnum á sviði stoð- og stuðningstækja.  Ásamt því að selja framleiðsluvörur Össurar hf.  og eigin framleiðslu hefur fyrirtækið einkadreifingu á Norðurlöndum fyrir aðra framleiðendur stoðtækja. Hjá Pi Medical AB starfa 17 starfsmenn. <br>
<br>
Karlsson & Bergström AB hefur byggt upp dreifikerfi Flex-Foot í Skandinavíu en hefur auk þess dreifisamninga við u.þ.b.  10 framleiðendur stoð- og stuðningstækjalausna. Hjá fyrirtækinu eru 12 stöðugildi,  helming þeirra  skipa sölumenn.<br>
<br>
<br>
Áhrif á samstæðuuppgjör<br>
Rekstraráætlun Össurar hf. fyrir árið 2000 hljóðar upp á 3.210 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir er 690 milljónir króna en gert er ráð fyrir að samstæðuáhrifa vegna kaupanna gæti einungis í tvo mánuði á þessu ári. Áætlaðar rekstrartekjur samstæðunnar, að viðbættum tekjum sænsku fyrirtækjanna beggja, verða 3.321 milljónir króna, hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 702 milljónir króna og nettó tap ársins er áætlað 3.766 milljónir króna. Afskrift viðskiptavildar vegna kaupanna er áætluð 416 milljónir íslenskra króna og mun öll upphæðin verða gjaldfærð á þessu ári.<br>

Subscribe