Össur hf. og Ó.J.&Kaaber hf. stofna nýtt fyrirtæki

Report this content

                        
Össur hf. og Ó.J.&Kaaber hf. stofna nýtt fyrirtæki<br>
<p><br>
·	Til verður öflugur þjónustuaðili á heilbrigðissviði<br>
·	Þjónar bæði einstaklingum og sjúkrastofnunum<br>
<p><br>
<br>
Össur hf. og Eignarhaldsfélag Ó. Johnson & Kaaber hf. hafa gengið frá samkomulagi um stofnun nýs fyrirtækis á heilbrigðissviði. Össur hf. – Hjálpartækjabankinn -, Grjóthálsi 5 og Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K eru grunnur hins nýja fyrirtækis sem mun sækja enn frekar fram á heilbrigðissviði og útvíkka starfsemina með meiri þjónustu og breiðara vöruúrvali. Hvort fyrirtæki um sig á helmings hlut í hinu nýja fyrirtæki. Íslandsbanki-FBA fyrir hönd Össurar hf.  og Búnaðarbankinn fyrir hönd ÓJ&K höfðu milligöngu um samninginn. Nýja fyrirtækið mun þjóna bæði einstaklingum og heilbrigðisstofnunum en deildirnar starfa á sitt hvoru sviðinu í dag. Samanlögð velta á yfirstandandi ári er áætluð um 300 milljónir króna.<br>
Markmið Össurar hf.  og ÓJ&K er að koma á fót öflugu fyrirtæki sem nýtir samlegðaráhrif á þekkingu starfsfólks, viðskiptasamböndum og vöruframboði til að skapa ný tækifæri. <br>
<p><br>
<br>
“Starfsemi Hjálpartækjabankans hefur staðið utan við kjarnastarfsemi Össurar hf.  sem er hönnun, framleiðsla og sala á lausnum til stoðtækjasmíði. Með núverandi skipulagi fær verslunarreksturinn ekki þá áherslu sem honum ber og hefur þessi leið verið valin þar sem við höfum mikla trú á þeim möguleikum sem þessi rekstur hefur. Ekki er gert ráð fyrir að stofnun þessa fyrirtækis hafi áhrif á afkomu Össurar hf.  en gert er ráð fyrir að velta Össurar hf. –Hjálpartækjabankans- verði um 134 milljónir á þessu ári.” segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf.<br>
“Við lítum björtum augum á framtíð hins sameinaða fyrirtækis og vonumst til að geta veitt viðskiptavinum enn betri þjónustu en áður. Segja má að þessi sameining komi í beinu framhaldi þeirra skipulagsbreytinga sem átt hafa sér stað hjá okkur á árinu og nýlega hafa verið kynntar.” segir Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri Eignarhaldsfélags ÓJ&K.<br>
Össur hf. –Hjálpartækjabankinn- hefur rekið smásöluverslun með vinnuhollustuvörur, stuðningsvörur, hjálpartæki og hjúkrunarvörur. Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K hefur boðið sérhæfða sölu og þjónustu á vörum, búnaði og tækjum til notkunar á sviði læknisrannsókna, hjúkrunar og heilbrigðis.<br>
Nýja fyrirtækið verður staðsett að Grjóthálsi 5, þar sem Hjálpartækjabankinn er nú til húsa. Stefnt er að því að það hefji rekstur 1. janúar 2001. Framkvæmdastjóri verður Stefán Smári Skúlason.<br>

Subscribe