Össur hf. selur sáraumbúðavörulínu félagsins

Report this content

                        
Ossur hf. (OMX: OSSR) hefur  í dag selt sáraumbúðavörulínu  félagsins
til BSN medical GmbH, sem er leiðandi á sviði sáraumbúða.

Salan mun styrkja áherslur Össurar á  lykilstarfsemi félagsins.

Andvirði sölunnar nemur 11 milljónum Bandaríkjadala. Samkvæmt ákvæðum
í samningi  getur andvirði  sölunnar hækkað  um allt  að 6  milljónir
Bandaríkjadala að uppfylltum  ákveðnum skilyrðum. Össur  hefur átt  í
málaferlum vegna einkaleyfa  fyrir þessa vörulínu  og mun Össur  reka
málin áfram. Hluti af söluandvirðinu verður notaður til þess að  koma
á móti kostnaði vegna málaferlanna.

Bókfærðar tekjur af sölunni,  um 5,5 milljónir Bandaríkjadala,  verða
færðar sem aðrar tekjur á fyrsta fjórðungi 2008.



Um Össur:
Össur hf.  (OMX:  OSSR)  er  alþjóðlegt  fyrirtæki  á  sviði  stoð-og
stuðningstækja sem  hjálpar  fólki  að  lifa  lífinu  án  takmarkana.
Fyrirtækið leggur áherslu á að  auka hreyfigetu fólks með nýsköpun  í
tækni á sviði spelkna- og stuðningsvara, gervilima og vörum til  nota
við blóðrásarmeðferðir. Össur hf. leggur mikla áherslu á fjárfestingu
í rannsókn  og  vöruþróun  sem  viðheldur  sterkri  stöðu  Össurar  á
markaðnum. Össur  leggur metnað  sinn í  að veita  viðskiptavinum  og
notendum góða  þjónustu til  þess  að þeir  nái sem  bestum  árangur.
Höfuðstöðvar félagsins eru  á Íslandi og  helstu starfsstöðvar eru  í
Ameríku, Evrópu og Asíu, auk dreifiaðila víðsvegar um heim.

Um BSN medical:
BSN   medical   er   alþjóðlegt   fyrirtæki   sem   er   leiðandi   á
heilbrigðismarkaði og  sérhæfir  sig  í  spelkum  og  stuðningsvörum,
sáraumbúðum og vörum  til nota  við blóðrásarmeðferðir.   BSN  leggur
áherslu  þróun  á  framúrskarandi   hágæðavörum  fyrir  notendur   og
þjónustuaðila. BSN  medical  var  stofnað 2001  í  kjölfar  samstarfs
 Beiersdorf og Smith  & Nephew.   Frá árinu 2006  hefur BSN verið  að
sjálfstætt fyrirtæki á markaði  fyrir sáraumbúðir, stuðningsvörur  og
vörur til nota við blóðrásarmeðferðir.   Félagið var keypt árið  2006
af Montagu Private Equity, leiðandi evrópsktu fjárfestingafyrirtæki
sem var stofnað 1968. BSN er með höfuðstöðvar í Þýskalandi en  helstu
starfsstöðvar  félagsins eru  í Evrópu, Ameríku og  Asíu auk þess  að
vera með samstarfs- og dreifisamninga á öðrum svæðum.

Subscribe