Össur hf. skráður á Aðallista Verðbréfaþings.

Report this content

                        
Hlutabréf Össurar hf. hafa verið skráð á Aðallista Verðbréfaþings Íslands.<br>
<br>
Tilgangur félagsins samkvæmt 4. lið. 1. gr. samþykkta er "þróun og sala stoðtækja og íhluta á svið bæklunar- og endurhæfingalækninga, svo og hver kyns þjónusta við heilbrigðisstéttir og sjúklinga.  Rekstur stoðtækjaverkstæða, þróun og sala á vörum til annarra nota, fjárfesting og þátttaka í öðrum félögum og önnur skyld starfsemi." <br>
<br>
Skráð hlutafé er kr. 211.937.460,- að nafnverði.  <br>
<br>
Auðkenni Össurar hf. í viðskiptakerfi Verðbréfaþings er "HL/OSSUR".  Félagið verður tekið inn í Heildarvísitölu Aðallista og Vísitölu iðnaðar- og framleiðslu fimmtudaginn 14. október 1999.<br>
<br>
Nálgast má skráningarlýsingu Össurar hf.hjá Kaupþingi hf., Ármúla 13a, Reykjavík.<br>
<br>
Össur hf. er 75. félagið sem skráð er á Verðbréfaþingi og það áttunda sem skráð er á árinu.

Subscribe