Össur hf. undirritar kaupsamninga

Report this content

                        
Össur hf. undirritar kaupsamninga við Pi Medical og Karlsson & Bergström í Svíþjóð<br>
<br>
Össur hf. hefur undirritað samning um kaup á öllum hlutabréfum sænsku fyrirtækjanna Pi Medical og Karlsson & Bergström. Össur hf. greiðir fyrir hlutabréf fyrirtækjanna með 6,9 milljón hlutum í Össuri hf. á næstu þremur árum og nemur greiðslan nú 4,7 milljónum hluta. Aukning hlutafjár Össurar hf. til að mæta þessari fyrstu greiðslu hefur  þegar farið fram. <br>
<br>
Undirritun kaupsamninga fór fram í Stokkhólmi og skrifaði Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf., undir fyrir hönd Össurar hf. en Yvonne Meyer fyrir hönd Pi Medical og Jonas Bergström fyrir hönd Karlsson & Bergström. <br>
<br>
Formlegt samstarf fyrirtækjanna hefst nú þegar undirritun kaupsamnings er lokið en sænsku fyrirtækin verða síðan sameinuð undir nafninu Össur Nordic AB frá og með næsta ári. Höfuðstöðvar nýja fyrirtækisins verða í Uppsala í Svíþjóð.  <br>
<br>
<br>

Subscribe