Rekstraráætlun Össurar hf. árið 2002 - Leiðrétt ártal í töflu

Report this content
Rekstraráætlun samstæðu Össurar hf. fyrir árið 2002 hefur verið samþykkt af stjórn félagsins.  Helstu niðurstöður eru:
Sala er áætluð 78 - 86 milljónir USD

EBIDTA er áætluð 15,6 – 17,2 milljónir USD

Hagnaður er áætlaður 9,5 – 11,5 milljónir USD


Rekstraráætlunin er gerð í Bandaríkjadölum, sem eru starfrækslugjaldmiðill samstæðunnar.  Áætlunin greinist þannig eftir ársfjórðungum, niðurstöður miðaðar við miðgildi áætlunarforsendna:


Rekstrarreikningur 2002 
(Milljónir USD)  1.ársfj.  2. ársfj.  3. ársfj.  4. ársfj.  Samtals  
                                                                                              
Rekstrartekjur                                  18,8       21,4       21,2       20,8     82,2
Hagnaður (tap) tímabilsins                       0,6        2,8        3,8        3,3     10,5
EBIDTA                                           1,9        4,2        5,4        4,9     16,4


Áætlunin er sett upp miðað við nýtt skipulag samstæðunnar sem tekið hefur gildi.  Sölustarfsemi fyrirtækisins fer fram í gegnum þrjú sölufyrirtæki: Össur North America, Inc. (áður Flex-foot, Inc.) í Kaliforniu, Össur Europe B.V. í Hollandi (áður útibú Flex-foot, Inc.) og Össur Nordic A.B. í Svíþjóð.   Framleiðslueiningar eru nú aðallega tvær, Össur hf. og Össur Engineering, Inc. í Albion. 

Þetta er í fyrsta sinn sem félagið birtir rekstraráætlun eftir ársfjórðungum.  Vakin er athygli á því að mun meiri óvissa er um útkomu einstakra fjórðunga en um áætlun ársins í heild.  

Gert er ráð fyrir að sala fyrirtækisins, vaxi um 12-24% frá árinu 2001 með innri vexti. Reiknað er með að EBITDA hlutfall haldist áfram um 20% af tekjum.  Ekki er gert ráð fyrir að EBITDA hlutfall aukist sérstaklega milli ára.  Ástæðurnar eru aðallega þrjár, í fyrsta lagi fjárfesting í uppbyggingu sölukerfis og markaðsstarfi í Evrópu, í öðru lagi aukin umsvif í vörustjórnun og alþjóðlegu markaðsstarfi og í þriðja lagi kostnaður við nýtt viðskiptaþróunarsvið.

Í samræmi við það sem verið hefur, er sala á fyrsta ársfjórðungi nokkru minni en aðra ársfjórðunga og kostnaður hlutfallslega hærri.  Ekki er ólíklegt að nokkur kostnaður geti flust af 1. ársfjórðungi yfir á 2. ársfjórðung  vegna markaðsverkefna sem verið er að setja af stað á fyrri hluta ársins og hæglega geta flust milli fjórðunga.

Áætlað er að sala ársins 2002 skiptist þannig eftir helstu vöruflokkum:

Hulsur                     30%
Hulsutækni og íhlutir       9%
Gervifætur/ökklar          33%
Gervihné                   19%
Annað                       9%

Sala 2002 eftir helstu markaðssvæðum er áætluð:

Bandaríkin                                53%
Vestur – Evrópa, annað en Norðurlönd      19%
Norðurlönd                                12%
Ísland                                     1%
Annað                                     15%


Rekstraráætlunin er gerð í Bandaríkjadölum og reikningsskil félagsins á árinu 2002 verða einnig í Bandaríkjadölum.  Sala eftir helstu gjaldmiðlum er áætluð:

USD                                        69%
Evra, pund og aðrir evrópugjaldmiðlar      27%
Aðrir gjaldmiðlar                           4%


Við samningu áætlunarinnar var stuðst við eftirfarandi gengisviðmiðanir fyrir helstu myntir árið 2002:

USD/ ISK105,49
USD / Euro1,1143
USD / SEK10,59
USD / GPB0,6877



Subscribe