Sala á nýju hlutafé í Össuri hf.

Report this content

                        
Næstkomandi mánudag, 17. apríl, hefst áskriftatímabil fyrir forgangsréttarhafa í hlutafjárútboði Össurar hf.   Óskað er eftir áskrift í nýtt hlutfé í Össurar hf. að nafnverði 60.000.000 króna eða 22,1% af heildarhlutafé að teknu tilliti til hlutafjáraukningar. Verðbréfaþing Íslands hf. hefur samþykkt að taka á skrá hið nýja hlutafé að loknu útboði enda séu öll skilyrði skráningar uppfyllt.<br>
<br>
Sem fyrr segir er  um að ræða sölu á kr. 60.000.000 að nafnverði sem seldar verða í tveimur hlutum; til forgangssréttarhafa og í almennu útboði.<br>
<br>
Útboðsfyrirkomulag:<br>
<br>
Útboðsfyrirkomulagi er þannig háttað að hluthafar geta nýtt sér lögbundin forgangsrétt sinn til hins nýja hlutafjár sem boðið verður til sölu í ofangreindu hlutafjárútboði . Hlutafjáreign í útboði þessu miðast við hlutafjáreign eins og hún lá fyrir hjá hlutaskrá félagsins þann 8. apríl síðastliðinn. Nýti hluthafar sér ekki allann forgangsrétt sinn eða framselja ekki forgangsrétt sinn eiga aðrir hluthafar aukinn rétt til þess hlutafjár að tiltölu við hlutafjáreign sína. Ef hinir nýju hlutir seljast ekki allir til hluthafa verða þeir seldir í almennu útboði.<br>
<br>
Forkaupsréttarhafar geta fyrst nýtt sér rétt sinn þann 17. apríl n.k. og frestur þeirra til að nýta rétt sinn rennur út þann 2. maí n.k. Gengi til forkaupsréttarhafa verður 64.<br>
<br>
Komi til almenns útboðs mun það standa frá 3-5 maí n.k. Útboðsgengi í almennu útboði verður 69 og gefst þátttakendum kostur á að skrá sig fyrir kr. 15.000 að nafnverði að hámarki, eða kr. 1.035.000.<br>
<br>
Umsjón með útboði:<br>
<br>
Kaupþing hf. hefur umsjón með útboði og tekur við áskriftum á útboðstímabili. Útboðslýsingu er hægt að nálgast hjá Kaupþing hf. í Ármúla 13a, Össuri hf. Grjóthálsi 5,eða á heimasíðu félaganna www.kaupthing.is og www.ossur.is<br>

Subscribe