Símafundur vegna 9 mánaða uppgjörs Össurar hf.

Report this content

                        
Símafundur vegna 9 mánaða uppgjörs Össurar hf.<br>
<br>
Eftirfarandi upplýsingar komu fram á símafundi sem haldinn var í dag, þriðjudag 25.október,  kl. 9:15,  vegna óendurskoðaðs 9 mánaða uppgjörs fyrirtækisins.<br>
<br>
Í fyrsta lagi  kom fram að ein af ástæðum söluaukningar Össurar hf.í Bandaríkjunum er góð sala á Iceross Dermo silikonhulsu, sem sett var á markað í vor, en varan var þróuð til höfuðs samkeppnisvöru  sem hafði náð all  nokkurri markaðshlutdeild á síðustu árum.<br>
<br>
Í öðru lagi, hefur fyrirtækið  hafið blöndun á polymer plastefni sem býður upp á áður ónýtta möguleika í hönnun og vinnslu á nýjum framleiðsluvörum.<br>
<br>
Kaup fyrirtækisins á Pi Medical A/B og Karlsson & Bergström A/B<br>
Fyrirtækið hefur áður kynnt stefnu láréttrar og lóðréttrar markaðsvæðingar.  Með kaupunum fylgir fyrirtækið þessari stefnu, lóðrétt að því leyti að fyrirtækið styrkir frekari uppbyggingu sölukerfis þess með kaupunum og lárétt þar sem stór hluti framleiðslu Pi Medical er eigin framleiðsla af íhlutum í stoð- og stuðningstæki (prosthetics og orthotics).  Þetta má heita fyrstu þreifingar Össurar hf. á stuðningstækjamarkaðinum sem skilgreindur er sem grenndarmarkaður fyrirtækisins. <br>
<br>
Kaupin á fyrirtækjunum tveimur uppfylla þau fjárhagslegu skilyrði sem fyrirtækið setur sér í sambandi við kaup á fyrirtækjum:  Fyrirtækin eru fjárhagslega sterk og í góðum rekstri, auk þess sem núverandi eigendur munu þurfa að skila ákveðnum árangri til að fá fullt kaupverð greitt.  Fyrirtækin tvö eru keypt á 6 til 9 földu V/H hlutfalli þeirra, að því gefnu að þau nái 6% vexti á hagnaði fyrir afskriftir (EBIDTA) á næstu fjórum árum.  Ef það næst ekki, er raunverulegt kaupverð einungis 6 falt V/H hlutfall þeirra. Áætlað er að handbært fé á hlut (CPS) í Össuri hf. hækki um 6-7% við kaupin, þar sem einungis er greitt með hlutabréfum. <br>
<br>
 <br>

Subscribe