Skipulagsbreytingar hjá Össuri hf.

Report this content

                        
Viðskiptaþróunarsvið<br>
<p><br>
Í framhaldi af stefnumótun Össurar hf., sem lýtur að því að viðhalda framtíðarvexti og nýtingu nýrra tækifæra fyrir fyrirtækið, hefur  verið ákveðið að stofna viðskiptaþróunarsvið (Business Development) innan Össurar hf. frá og með 1. september næstkomandi. Helsta viðfangsefni hins nýja sviðs verður að kanna ný viðskiptatækifæri á núverandi mörkuðum og að víkka út starfsemina á grenndarmörkuðum fyrirtækisins. <br>
<p><br>
Árni Alvar Arason, fjármálastjóri Össurar hf., mun stýra hinu nýja viðskiptaþróunarsviði. Árni er rekstrarhagfræðingur frá Háskólanum í Trier, Þýskalandi og hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1996, sem  markaðsstjóri frá 1997-1999 og síðan sem forstöðumaður fjármálasviðs frá maí 1999.<br>
<p><br>
Nýr fjármálastjóri <br>
<p><br>
Hjörleifur Pálsson hefur verið ráðinn nýr fjármálastjóri Össurar hf. og mun taka við starfinu frá og með 1. september næstkomandi.<br>
<p><br>
Hjörleifur er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Hann hefur starfað hjá Deloitte & Touche frá árinu 1999, á sæti í stjórn fyrirtækisins og er einn meðeiganda þess. Áður starfaði Hjörleifur hjá Stoð-endurskoðun og var jafnframt einn af eigendum þess fyrirtækis.   <br>
<br>
<br>
<br>
<br>
<br>
<br>
<br>

Subscribe