Viðbótarupplýsingar á símafundi Össurar hf. 7/3 2000 um Flex-Foot Inc.

Report this content

                        
Á símafundi sem forstjóri Össurar Jón Sigurðsson og fjármálastjóri Árni<br>
Alvar Arason stóðu að komu fram upplýsingar  um kaupin á Flex-Foot Inc. sem<br>
ekki höfðu áður komið fram.<br>
<br>
Kaupin á Flex-Foot Inc. verða að hluta til fjármögnuð með eiginfé Össurar<br>
hf.  og lántöku.  Þar að auki verður gefið út nýtt hlutafé en upphæð<br>
hlutafjárútboðsins hefur ekki enn verið ákveðin.<br>
<br>
Efnahagsreikningur Flex-Foot í árslok 1999 hljóðar upp á 13.5 milljónir<br>
USD, veltufjármunir námu 7,7 milljónum USD og er eiginfjárhlutfall<br>
félagsins 15.2%<br>
<br>
Þróunarkostnaður Flex-Foot var  2.1 milljón USD árið 1999 og nam 7,6% af<br>
veltu fyrirtækisins en til samanburðar má geta að þróunarkostnaður Össurar<br>
var 6,8% af veltu ársins 1999.<br>
<br>
Stofnandi fyirrtækisins, Van Philips, mun áfram starfa við fyrirtækið en<br>
stjórnarformaður  þess Robert Fossberg mun hætta störfum.  Ekki er gert ráð<br>
fyrir neinum veigamiklum starfsmannabreytingum hjá Flex-Foot í kjölfar<br>
yfirtökunnar.<br>
<br>
Vöxtur sameinaðs félags er áætlaður að vera innan þess ramma sem Össur hf.<br>
hefur þegar gefið út um áætlaðan vöxt fyrirtækisins þ.e. að það muni vaxa<br>
tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en stoðtækjamarkaðurinn á næstu árum sem<br>
talinn er að vaxi um 6-8% á ári að raungildi.<br>

Subscribe