Viðbótarupplýsingar vegna 6 mánaða uppgjörs Össurar hf.

Report this content

                        
Á símafundi sem haldinn var fimmtudaginn 27. júlí, vegna milliuppgjörs fyrirtækisins, komu fram nýjar upplýsingar um rekstur þess.<br>
<br>
Óbeinn kostnaður vegna sameiningar Össur USA og Flex-Foot var rúmlega 25 milljónir króna.  Kostnaður þessi var allur gjaldfærður og er hluti af 371 milljóna króna öðrum rekstrarkostnaður samstæðunnar.  Kostnaður þessi er m.a. tengdur þjálfun á sölu- og markaðsfólki og vegna flutnings- og starfsmannakostnaðar.<br>
<br>
Í útboðslýsingu frá í apríl 2000 kemur fram að áætlaðar rekstrartekjur samstæðunnar árið 2000 verði 3.410 milljónir.  Í endurskoðaðri áætlun félagsins er gert ráð fyrir 6% lægri rekstrartekjum.  Forstöðumenn félagsins gera ekki ráð fyrir að þetta hafi áhrif á áætlanir um rekstrarhagnað fyrir afskriftir (EBIDTA) í lok ársins sem áætlaður er 690 milljónir króna. <br>
<br>
<br>
<br>

Subscribe