Niðurstöður aðalfundar Össuar hf. 21. febrúar 2003

Report this content
Ársreikningur og skýrsla stjórnar voru samþykkt samhljóða.  Engin tillaga var lögð fyrir fundin um arðgreiðslur.
Tekin ákvörðun um að þóknun til stjórnarmanna fyrir árið 2002 verði eftirfarandi: 

Stjórnarformaður USD. 37.500 
Varaformaður  USD. 22.500
Meðstjórnendur  USD. 15.000


Lögð fram og samþykkt tillaga til breytinga á gr. 5.01 í samþykktum félagsins.   Tillagan var svohljóðandi:

“Stjórn félagsins skal skipuð 7 (sjö) mönnum sem kosnir eru á aðalfundi.   Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma fram um fleiri menn en kjósa skal.  

Ef hluthafar, sem ráða yfir minnst 1/10 hlutafjárins, krefjast þess, skal beita hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu við kjör stjórnarmanna.  Krafa um þetta skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir hluthafafund.”

Eftirtaldir aðilar voru kostnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Bengt Kjell
Gunnar Stefánsson
Heimir Haraldsson
Kristján T. Ragnarsson
Pétur Guðmundarson
Össur Kristinsson
Sigurbjörn Þorkelsson


Endurskoðandafélag Össurar hf. til næsta árs verði Deloitte & Touche hf.



Lögð fram og samþykkt tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin  hlutabréf félagsins.  Tillagan var svohljóðandi:

Félaginu er heimilt, í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaupunum.  

Heimild þessi gildi í næstu 18 mánuði.   Eldri heimildir falla jafnframt niður.



Subscribe