Niðurstöður aðalfundar Össurar hf. 15. feb. 2002.

Report this content
Niðurstöður aðalfundar Össurar hf. haldinn föstudaginn 15. febrúar   2002 á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík.
  
Ársreikningur og skýrsla stjórnar voru samþykkt samhljóða.

Tekin ákvörðun um að þóknun til stjórnarmanna fyrir árið 2001 verði eftirfarandi:

Stjórnarformaður kr. 2.500.000
Varaformaður kr. 1.500.000
Meðstjórnendur kr. 1.000.000


Lögð fram og samþykkt tillaga um að hagnaður félagsins rekstrarárið 2001 verði fluttur til næsta  árs.


Eftirtaldir aðilar voru kostnir í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:

Pétur Guðmundarson
Össur Kristinsson
Gunnar Stefánsson
Kristján Ragnarsson
Sigurbjörn Þorkelsson
Heimir Haraldsson


Endurskoðandafélag Össurar hf. til næsta árs verði Deloitte & Touche hf.


Lögð fram og samþykkt tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin hlutabréf félagsins.  tillagan var svohljóðandi:


Félaginu er heimilt, í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaupunum.  

Heimild þessi gildi í næstu 18 mánuði.   Eldri heimildir falla jafnframt niður.


Subscribe