Össur - 3 mánaða uppgjör 2006

Leiðrétting:  Breyting á milli ára á rekstrarniðurstöðum fyrsta ársfjórðungs 2006 og fyrsta ársfjórðungs 2005 (tafla bls. 2 í fréttatilkynningu) hefur verið leiðrétt þar sem hún var áður ranglega birt. Meðfylgjandi er leiðrétt tilkynning.
Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs

"	Sala var 60 milljónir Bandaríkjadala (3,9 milljarðar íslenskra króna*), jókst um 93% mælt í Bandaríkjadölum
"	Söluaukning vegna innri vaxtar var 12% 
"	Pro forma söluaukning var 11%
"	Einskiptiskostnaður í tengslum við kaup á Innovation Sports, Inc. var 3 milljónir dala
"	Afskriftir óefnislegra eigna í tengslum við fyrirtækjakaup síðustu missera námu 2,9 milljónum dala
"	Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA), að undanskildum einskiptiskostnaði, var 11,6 milljónir dala (757 milljónir íslenskra króna*), jókst um 110%
"	EBITDA hlutfall, að undanskildum einskiptiskostnaði, var 19,3% samanborið við 17,8% á fyrsta ársfjórðungi 2005
"	·Hagnaður tímabilsins, að undanskildum einskiptiskostnaði og afskriftum óefnislegra eigna, var 4,1 milljónir dala (267,6 milljónir íslenskra króna*), hækkaði um 30% milli ára. Hagnaður tímabilisins án leiðréttingar fyrir einskiptiskostnaði og niðurfærslu óefnislegra eigna var 571 þúsund dalir. 
"	Hagnaður á hlut, að undanskildum einskiptiskostnaði og afskriftum óefnislegra eigna, var 1,07 bandarísk sent,  hækkaði um 6% milli ára. Hagnaður á hlut án leiðréttingar fyrir einskiptiskostnaði og niðurfærslu óefnislegra eigna var 0,15 bandarísk sent.

Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Ég er sáttur við þessa niðurstöðu. Hún er í efri mörkum þess sem stjórnendur fyrirtækisins gerðu ráð fyrir, þó svo að einskiptiskostnaður vegna fyrirtækjakaupa setji mark sitt á uppgjörið. Samþætting og endurskipulagning gengur samkvæmt áætlun og fyrstu samlegðaráhrifa er farið að gæta, þó svo að þau muni fyrst hafa veruleg áhrif árið 2007. Við stefnum ótrauð að þeirri framtíðarsýn okkar að verða í sama forystuhlutverki á sviði stuðningstækja og við höfum þegar náð á sviði stoðtækja. Við náðum metnaðarfullum innri vexti á sviði stoðtækja á sama tíma og við höfum verið að byggja upp markaðshlutdeild í spelku- og stuðningsvörugeiranum sem vegur nú yfir 50% af heildarsölu okkar. Tæknileg forysta okkar kom skýrt fram þegar við kynntum til sögunnar rafeindastýrðu vörurnar Power Knee og Proprio Foot. Framtíðarsýn okkar er skýr og sóknaráætlun liggur ljóst fyrir. Við munum halda áfram að bæta núverandi starfsemi auk þess að leita ytri tækifæra til að ná markmiðum okkar."

* Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur fyrir fyrsta ársfjórðung er notað meðalgengi 65,26 ISK/USD. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í lok mars 70,87 ISK/USD.