Össur - Ársuppgjör 2005

Sala ársins nam 160,7 milljónum Bandaríkjadala (10,1 milljarði íslenskra króna*) samanborið við 124,4 milljónir á fyrra ári. 
Sala jókst um 29% í Bandaríkjadölum.

Á árinu eru gjaldfærðar 6,7 milljónir Bandaríkjadala vegna einskiptiskostnaðar í tengslum við fyrirtækjakaup. 

Hagnaður ársins, án gjaldfærðra óvenjulegra liða, var 15,6 milljónir dala (978 milljónir íslenskra króna). Að meðtöldum óvenjulegum liðum nam hagnaður ársins 11,7 milljónum dala (734,7 milljónum íslenskra króna*). 

Hagnaður á hlut (EPS), án óvenjulegra liða var 4,70 bandarísk sent samanborið við 4,80 sent á hlut árið 2004. Hagnaður á hlut að meðtöldum óvenjulegum liðum var 3,53 bandarísk sent. 

Ársreikningur 2005 fyrir félagssamstæðu Össurar hf. var samþykktur á stjórnarfundi 6. febrúar. Ársreikningurinn, sem gerður er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS-International Financial Reporting Standards), hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins og áritaður án athugasemda. 
*Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur fyrir fjórða ársfjórðung er notað meðalgengi 62,12 ISK/USD. Við umreikning fyrir árið er notað meðalgengi janúar til desember sem var 62,86. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í árslokr 63,13 ISK/USD.

Rekstur ársins 2005
Rekstur Össurar á árinu var farsæll og einkenndist af mikilli sókn með tilheyrandi aukningu á umsvifum. Innri vöxtur sölu var 9% á árinu og í lok árs fór fjöldi starfsmanna yfir 1.000.
Tæknileg forysta á sviði stoðtækja var staðfest með áframhaldandi þróun á lífverkfræðilegri vörulínu Össurar. Fyrstu prufueintök af Power KneeTM voru kynnt til sögunar. Gervilimurinn, sem býr yfir gervigreind og vélknúnu vöðvaafli, hefur þegar vakið verðskuldaða athygli og hlotið mikilvægar viðurkenningar. Power KneeTM verður markaðssett í takmörkuðum mæli árið 2006. Um er að ræða fullkomnasta stoðtæki í heiminum og kemur það í beinu framhaldi af árangursríkri þróun á Rheo KneeTM sem sett var á markað í árslok 2004. Jafnframt er fyrirhugað að setja lífverkfræðilegan ökkla á markað á árinu 2006.
Fyrirtækið sótti af miklum krafti inn á stuðningstækjamarkaðinn á árinu 2005 og yfirtók rekstur eftirtalinna félaga:
	Advanced Prosthetic Components Ltd, 	Ástralía 	1. júlí 
	Royce Medical Holding Inc.	Bandaríkin 	11. ágúst
	Innovative Medical Products Holdings, Ltd. 	Bretland	1. desember
	GBM Medical AB	Svíþjóð 	8. desember 

Í janúar 2006 var lokið við kaup á Innovation Sports Inc. í Bandaríkjunum. Árið 2005 var ár umbreytinga í sölu Össurar. Fyrirtækið er að þróast hratt frá því að vera eingöngu forystufyrirtæki í stoðtækjum yfir í að vera stoð- og stuðningstækjafyrirtæki í fremstu röð. Kaupin á Royce Medical Holding eru lykillinn að þessari sókn. Í kjölfar kaupanna á því fyrirtæki opnaðist stóraukinn aðgangur að kaupendum að stuðningstækjavörum í Bandaríkjunum og mikil söluþekking og forysta í að hanna og framleiða gæðavörur á hagkvæman hátt, meðal annars með útvistun á framleiðslu. Með kaupunum á Innovative Medical Products Holdings, Ltd. (IMP) í Bretlandi var keyptur markaðsaðgangur fyrir stuðningstækjavörur á mjög stórum og mikilvægum markaði í Evrópu en IMP er með mesta markaðshlutdeild á sínu sviði í Bretlandi. Með kaupununum er lagður grunnur að frekari uppbyggingu í Evrópu. Kaupin á GBM Medical AB í Svíþjóð færa Össuri mikilvæg sölusambönd á sviði stuðningstækja í Svíþjóð. Kaupin á Innovation Sports Inc. í janúar s.l. loka hringnum varðandi vöruframboð á hnjáspelkum. Með þeim kaupum fæst ein þekktasta og besta vörulína sem er í boði á sviði liðbandaspelka, en liðbandaspelkur voru áður veikur hlekkur í vöruúrvali Össurar á sviði stuðningstækja.

Sala þessara keyptu fyrirtækja nemur rúmum 100 milljónum Bandaríkjadala á ársgrundvelli. Samanlagt kaupverð var um 275 milljónir dala. Í tengslum við kaupin var hlutafé aukið í október 2005 um rúmlega 66 milljónir hluta sem seldir voru fyrir ríflega 87 milljónir dala. Á árinu 2005 var samið um lánsfjármögnun að fjárhæð 233 milljónir dala og 40 milljónir í janúar 2006. Lánsféð var nýtt til fyrirtækjakaupanna og endurfjármögnunar eldri lána. Af heildarfjárhæðinni hafa um 40 milljónir dala ekki verið nýttar enn.
Sala á árinu gekk ágætlega og jókst um ríflega 29% frá fyrra ári. Sala Össurar án Royce nam 132,9 milljónum dala, sala á Royce-vörum nam 26,7 milljónum dala og sala á IMP-vörum 1,1 milljón dala, samtals 160,7 milljónum dala. Til samanburðar nam heildarsala Össurar árið 2004 124,4 milljónum dala. Ef undan er skilin söluaukning vegna keyptra fyrirtækja, jókst sala um 9% í Bandaríkjadölum og um sama hlutfall mælt í staðbundinni mynt. Sala stuðningstækja nam á síðasta ári 35% af sölu Össurar samanborið við 24% árið 2004 og 12% árið 2003. Á árinu 2006 er áætlað að sala stuðningstækja muni vega um 50% af heildarsölunni.
Skipting sölu milli stoðtækja og stuðningstækja var þessi:

Þús. USD	2005	2004	Breyting í USD %
Stoðtæki	103.655	91.549	13%
Stuðningstæki	56.168	30.153	86%
Annað	906	2.697	-66%
Samtals	160.729	124.399	29%

Á árinu eru gjaldfærðar alls 7,7 milljónir dala vegna óvenjulegra liða og 1 milljón dala tekjufærð. Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) lækkar um 6,7 milljónir dala nettó vegna þessa. Að teknu tilliti til tekjuskatts lækkar hagnaður um 3,9 milljónir dala. Stærsti óvenjulegi kostnaðarliðurinn er áætlaður kostnaður við endurskipulagningu og samþættingu á rekstri Royce Medical eða 4,1 milljón dala. Eins og áður hefur komið fram er áætlað að endurskipulagningin lækki árleg rekstrarútgjöld um 4 til 4,5 milljónir dala frá og með árinu 2007.
Þegar litið er framhjá óvenjulegum rekstrarliðum, voru helstu rekstrarhlutföll þokkaleg. Framlegð var tæp 61% af sölu, rekstrarhagnaður rúm 14%, hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var 20% og hagnaður 10%. Hlutfall rekstrarútgjalda af sölu var áþekkt því sem verið hefur. Afskrift óefnislegra eigna, sem færðar eru upp við kaupin á Royce Medical Holding, Inc. og Innovative Medical Products Holdings, Ltd., hefur umtalsverð áhrif á rekstrarhagnað og hagnað ársins og næstu ára þótt hún muni ekki hafa áhrif á sjóðstreymi og EBITDA. Alls nema þessar afskriftir 3,8 milljónum dala og lækkar hlutfall rekstrarhagnaðar af sölu um 2,4% prósentustig vegna þessa. Mest er gjaldfært sem sölu- og markaðskostnaður eða 1,4%, sem rannsóknar- og þróunarkostnaður 0,8% og sem stjórnunarkostnaður 0,2%. Aukning vaxtagjalda vegna aukinnar skuldsetningar lækkar hagnaðarhlutfall miðað við fyrri ár.

Helstu rekstrarniðurstöður 2005
Eftirfarandi eru helstu rekstrarniðurstöður ársins. Gerð er sérstök grein fyrir áhrifum óvenjulegra rekstrarliða.
Rekstrarreikningur 2005 og 2004 (þús. USD)	Jan-des
2005	Óvenjul. liðir	Jan-des 2005 án óvenjul. liða	% af sölu	Jan-des 2004	% af     sölu	
Breyting 
 	 	 	 	 	 	 	 
Sala	160.729	0	160.729	100%	124.399	100%	29%
Kostnaðarverð seldra vara	-66.338	3.277	-63.061	-39%	-49.555	-40%	-27%
Framlegð	94.391	3.277	97.668	61%	74.844	60%	30%
 	 	 	 	 	 	 	 
Aðrar rekstrartekjur	1.870	-1.000	870	1%	1.049	1%	-17%
Sölu- og markaðskostnaður	-38.103	 	-38.103	-24%	-26.772	-22%	42%
Þróunarkostnaður	-12.408	 	-12.408	-8%	-9.066	-7%	37%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður	-24.806	 	-24.806	-15%	-19.681	-16%	26%
Kostnaður vegna endurskipulagningar	-4.419	4.419	 	0%	0	0%	0%
 	 	 	 	 	 	 	 
Rekstrarhagnaður	16.525	6.696	23.221	14%	20.374	16%	14%
 	 	 	 			 	 
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)	-4.280	 	-4.280	-3%	-1.232	-1%	247%
 	 	 	 	 	 	 	 
Hagnaður fyrir tekjuskatt	12.245	6.696	18.941	12%	19.142	15%	-1%
Tekjuskattur	-557	-2.824	-3.380	-2%	-3.915	-3%	-14%
 	 	 	 	 	 	 	 
Hagnaður tímabilsins	11.688	3.872	15.561	10%	15.227	12%	2%
 	 	 	 	 	 	 	 
EBITDA	25.832	6.696	32.528	20%	25.045	20%	30%

Miklar breytingar hafa orðið á samstæðu Össurar vegna fyrirtækjakaupa. Royce Medical Holding kemur eins og áður sagði inn í reksturinn frá og með 11. ágúst, Innovative Medical Products Holdings, Ltd. kemur inn frá 1. desember. GBM Medical í Svíþjóð kemur inn frá 8. desember en áhrif þess félags eru óveruleg þar sem salan á ársgrundvelli er innan við 2 milljónir dala. Út úr samstæðunni falla frá fyrra ári rekstrareiningarnar Mauch og innanlandsdeild Össurar. Sala þessara aflögðu rekstrareininga nam 2,9 milljónum Bandaríkjadala á árinu 2004.

Efnahagsreikningur í árslok

Efnahagsreikningur (þús. USD)	31.12.2005	31.12.2004	Breyting
 	 	 	 
Fastafjármunir	325.873	67.944	380%
Veltufjármunir	82.113	40.971	100%
Eignir samtals	407.986	108.915	275%
 			
Eigið fé	152.829	54.720	179%
Langtímaskuldir	215.361	35.622	505%
Skammtímaskuldir	39.796	18.573	114%
Eigið fé og skuldir samtals	407.986	108.915	275%

Á árinu stækkaði efnahagsreikningur Össurar verulega vegna fyrirtækjakaupa. Til að fjármagna kaupin voru tekin ný langtímalán og hlutafé aukið. Eiginfjárhlutfall í árslok var 37% samanborið við 50% í árslok 2004.

Sjóðstreymi 2005

Sjóðstreymi 2005 (þús. USD)	2005	2004
 	 	 
Veltufé frá rekstri	15.481	16.600
 		
Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta	24.986	19.173
Fjárfestingarhreyfingar	-249.659	-5.008
Fjármögnunarhreyfingar	250.923	-11.641
Hækkun / (lækkun) handbærs fjár	16.745	-49

Handbært fé frá rekstri án vaxta var 25 milljónir Bandaríkjadala samanborið við 19,2 milljónir árið 2004. Aukningin er 30%.


Lykiltölur


Lykiltölur 	2005	2004
 		
Hagnaður á hlut (bandarísk sent) 	3,53	4,80
V/H hlutfall	59,5	26,0
Arðsemi eigin fjár	15%	31%
Veltufjárhlutfall	2,1	2,2
Eiginfjárhlutfall	37%	50%
Markaðsvirði hlutafjár (milljónir dala)	698	396

Hagnaður á hlut þegar frá eru talin einskiptisútgjöld vegna fyrirtækjakaupa var 4,70 bandarísk sent 2005. Við mat á hagnaði á hlut þarf að taka tillit til þess að félagið var skuldsettara 2005 en árið 2004.

Þróun sölu eftir markaðssvæðum


Þús. USD	
2005	
2004	
Breyting í USD %	Breyting í staðbundinni mynt %
 	 	 	 	 
Norður-Ameríka	93.264	63.704	46%	46%
Evrópa	37.370	32.620	15%	14%
Norðurlönd	17.874	17.013	5%	5%
Aðrir markaðir	11.674	8.158	43%	43%
Samtals áframhaldandi starfsemi	160.182	121.495	32%	31%
Aflögð starfsemi	547	2.904		
Samtals	160.729	124.399	29%	

Áfram var mjög góður vöxtur sölu á Norður-Ameríkumarkaði, sem er stærsti markaður samstæðunnar, og jókst salan milli ára um 46%. Þegar frá er skilinn söluvöxtur vegna fyrirtækjakaupa var aukningin 9% milli ára. Þetta er annað árið í röð sem mjög góður vöxtur er á þessum markaði en innri vöxtur 2004 var um 8%. Vöxtur í sölu stoðtækja var sérstaklega góður árið 2005 en síðri í sölu stuðningstækja. 
Vöxtur sölu á Evrópumarkaði, sem er annar stærsti markaður samstæðunnar, var 15% á árinu. Þegar sala vegna fyrirtækjakaupa er frátalin, var vöxturinn í slakari kantinum á árinu eða um 4%. Vöxturinn var nokkuð sveiflukendur eftir ársfjórðungum, slakur á fyrsta fjórðungi, mjög góður á öðrum, þokkalegur á þriðja og fremur slakur á fjórða ársfjórðungi. Eins og á Bandaríkjamarkaði gekk sala stoðtækja vel og var góður vöxtur í sölu þeirra.
Á Norðurlöndum var svipaður vöxtur og á öðrum Evrópumörkuðum á árinu 2005 eða um 5% þegar fyrirtækjakaup eru frátalin. 
Árið var sérstaklega gott á öðrum alþjóðlegum mörkuðum en þar jókst sala um 43% milli ára og um 32% þegar litið er framhjá fyrirtækjakaupum.
Framtíðarmarkmið Össurar er að verða alþjóðlegt forystufyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja. Fyrirtækið er þegar í fyrsta eða öðru sæti á sviði stoðtækja og númer 3-4 í Bandaríkjunum á sviði stuðningstækja. 

Rekstrarkostnaður

Gengisþróun var Össuri sérlega óhagstæð á fjórða ársfjórðungi ársins 2005. Evra féll á móti Bandaríkjadal en íslensk króna hélt styrk sínum á móti dal. Myntkarfa félagins er með þeim hætti að ágætt jafnvægi er á milli tekna og útgjalda í Bandaríkjadölum og Evrópumyntum. Innbyrðis er ójafnvægi innan evrópumyntkörfunar þar sem tekjur í krónum eru óverulegar en rekstrargjöld umtalsverð en á móti eru tekjur í Evrum verulega hærri en útgjöld. Meðalgengi Evru á móti Bandaríkjadal var það sama 2004 og 2005 en mjög breytilegt eftir ársfjórðungum. Þannig hafði félagið verulegan meðbyr vegna gengiskrossins á fyrsta fjórðungi, talsverðan á öðrum, hlutlausan á þeim þriðja en verulegan mótbyr á fjórða fjórðungi. Krónan hélst sterk á móti dal allt árið og var gengi Bandaríkjadals að meðaltali 10% lægra á árinu 2005 en á árinu 2004. Áætla má að kostnaðaraukning vegna gengisstyrkingar krónu nemi allt að þremur milljónum dala sem samsvarar um 2% lækkun á EBITDA framlegð á ársgrundvelli.
Framlegð leið fyrir gengisþróun á fjórða ársfjórðungi en var engu að síður 60,8% árið 2005 samanborið við 60,2% árið 2004.
Í kjölfar fyrirtækjakaupa hafa yfirteknar eignir fyrirtækjanna verið endurmetnar af óháðum sérfræðingum. Í því felst endurmat óefnislegra eigna svo sem vörumerkja, viðskiptasambanda og einkaleyfa. Þessar óefnislegu eignir eru færðar niður yfir rekstrarreikning líkt og þær efnislegu á næstu árum. Það sem eftir stendur af kaupverðinu telst viðskiptavild sem sæta mun reglulegu virðisrýrnunarprófi en ekki reglulegri niðurfærslu. Niðurfærsla þess hluta kaupverðsins sem telst niðurfæranlegar, óefnislegar eignir hefur veruleg áhrif á rekstrarreikning Össurar árið 2005 og næstu 4-5 árin. Þannig eru afskrifaðar á árinu 3,8 milljónir dala yfir rekstur vegna þessa liðar. Niðurfærslan skiptist þannig á einstaka rekstrarliði:


Kostnaðarliður	Fjárhæð í milljónum USD	Niðurfærsla sem hlutfall af sölu
		
Sölu- og markaðskostnaður	2,3	1,4%
Þróunarkostnaður	1,3	0,8%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður	0,2	0,2%
Samtals	3,8	2,4%

Við mat á þróun hagnaðar- og kostnaðarhlutfalla milli ára þarf að hafa ofangreindar niðurstöður í huga. Áhrifin á EBITDA framlegð og sjóðstreymi frá rekstri eru hinsvegar engin.

Sölu- og markaðskostnaður sem hlutfall af veltu var 23,7% á árinu 2005 samanborið við 21,5% árið 2004. Hlutfallið eykst um 1,4% vegna niðurfærslu óefnislegra eigna. Annan hluta aukningarinnar má rekja til annarrar kostnaðarsamsetningar keyptra fyrirtækja og aukinna umsvifa. Fyrir liggur verulegt verkefni við að byggja upp sterkt vörumerki Össurar yfir allar þær vörulínur sem keyptar hafa verið á síðastliðnu ári.

Rannsóknar- og þróunarkostnaður var 7,7% af sölu árið 2005 samanborið við 7,3% árið 2004. Þegar tekið hefur verið tillit til aukningar vegna niðurfærslu óefnislegra eigna sem nemur 0,8% af sölu, lækkar þróunarkostnaður lítillega sem hlutfall af sölu. Það er eðlilegt þar sem útgjöld Royce Medical og IMP til þróunarmála voru mun lægri en útgjöld Össurar hafa verið. Eitt af þeim tækifærum sem opnast með innkomu Össurar inn á stuðningstækjasviðið, er möguleikar á að nýta framúrskarandi tæknikunnáttu þróunardeildar félagsins til að uppfæra vörulínur á sviði stuðningstækja, en almennt er talið að stuðningstæki hafi setið nokkuð eftir í vöruþróun á helstu mörkuðum. Össur stefnir að því að verja áfram árlega um 6-8% af tekjum til rannsókna og þróunar. 

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var 15,4% af sölu sem er áþekkt hlutfall og árið 2004 er hann var 15,8%. Þættir sem stuðla að aukningu þessa kostnaðar eru gengisþróun og aukin umsvif vegna stækkunar fyrirtækisins. Til lengri tíma mun nást hagræðing í þessum lið þar sem nú er unnið að sameiningu fjármáladeilda og bakvinnslu í flestum þeim fyrirtækjum sem keypt hafa verið.

Gjaldfærðir skattar eru óverulegir á árinu 2005. Meginástæður þess eru tvær. Í fyrsta lagi féll til verulegur kostnaður vegna þóknana og sérfræðiaðstoðar við fyrirtækjakaup og tilheyrandi lántökur. Þessi kostnaður er almennt eignfærður sem hluti af kaupverði viðkomandi félaga. Lántökukostnaður er eignfærður sérstaklega og dreift til gjalda á afborgunartíma þeirra lána sem hann tilheyrir. Stærstur hluti þessara kostnaðarliða er frádráttarbær skattalega þegar við kaupin og þannig myndast verulegur skattafrádráttur 2005. Í öðru lagi eru kaup á dótturfélögum að hluta til fjármögnuð af móðurfélaginu með eigin fé og lánsfé. Lánin skapa skattafrádrátt í viðkomandi löndum þar sem skatthlutfall er hærra en það hlutfall sem fjármálaútibú móðurfélagsins býr við.


Óvenjulegir rekstrarliðir

Auk niðurfærslu á óefnislegum eignum vegna fyrirtækjakaupa féllu til einskiptiskostnaðarliðir. Þeir eru annars vegar kostnaður við endurskipulagningu og hins vegar gjaldfærsla vegna endurmats á birgðum sem fyrir hendi voru við kaupin upp í söluverð, sem er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IFRS. Þetta felur í sér að eðlileg álagning kemur ekki til tekna yfir rekstrarreikning fyrr en upphafsbirgðir hafa verið seldar. Áhrif þessa á rekstrarreikning ársins eru að kostnaðarverð seldra vara er 3,3 milljónum dala hærra og framlegð samsvarandi lægri en ella hefði verið. Óvenjulegir rekstrarliðir greinast þannig:

Kostnaðarliður	Tegund útgjalda	Fjárhæð millj. USD
		
Kostnaðarverð seldra vara	Birgðir færðar í söluverð	3,3
Aðrar tekjur	Bakfærður árangurstengdur hluti kaupverðs frá 2000	-1,0
Kostnaður við endurskipulagningu	Endurskipulagningarkostnaður vegna fyrirtækjakaupa	4,4
Samtals		6,7

Eins og áður sagði eru þessu til viðbótar gjaldfærðar 3,8 milljónir dala á árinu vegna niðurfærslu óefnislegra eigna, en sá kostnaður er ekki einskiptiskostnaður og mun niðurfærslan halda áfram næstu 4-5 ár yfir rekstur.


Helstu rekstrarniðurstöður fjórða ársfjórðungs

Rekstrarreikningur (þús.USD)
	4. ársfj. 2005	Óvenjul. liðir	4. ársfj. 2005 án óvenjul. liða	% af sölu	4. ársfj. 2004	% af     sölu	
Breyting 
 	 	 	 	 	 	 	 
Sala	49.590	0	49.590	100%	31.282	100%	59%
Kostnaðarverð seldra vara	-20.367	655	-19.712	-40%	-12.938	-41%	52%
Framlegð	29.223	655	29.878	60%	18.344	59%	63%
 	 	 	 	 	 	 	 
Aðrar rekstrartekjur	277	0	277	1%	497	2%	-44%
Sölu- og markaðskostnaður	-13.521	0	-13.521	-27%	-6.830	-22%	98%
Þróunarkostnaður	-4.057	0	-4.057	-8%	-2.386	-8%	70%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður	-7.680	0	-7.680	-15%	-4.930	-16%	56%
Kostnaður vegna endurskipulagningar	-304	304	0	0%	0	0%	0%
 	 	 	 	 	 	 	 
Rekstrarhagnaður	3.938	959	4.897	10%	4.695	15%	-4%
 	 	 	 	 	 	 	 
Fjármunatekjur/(fjármagnsgjöld)	-1.737	0	-1.737	-4%	-468	-1%	271%
 	 	 	 	 	 	 	 
Hagnaður fyrir tekjuskatt	2.201	959	3.160	6%	4.227	14%	-25%
Tekjuskattur	887	-258	629	1%	-801	-3%	-179%
 	 	 	 	 	 	 	 
Hagnaður tímabilsins	3.088	701	3.789	8%	3.426	11%	11%
 	 	 	 	 	 	 	 
EBITDA	7.932	958	8.890	18%	5.934	19%	50%

Reksturinn á fjórða ársfjórðungi gekk þokkalega. Sala nam 49,6 milljónum Bandaríkjadala og jókst um 59% frá árinu 2004. Að teknu tilliti til aflagðra rekstrareininga var söluaukningin 63%. Aukningin í staðbundinni mynt var nokkuð meiri eða um 66%. Stærstan hluta söluaukningar á fjórða ársfjórðungi má rekja til fyrirtækjakaupa.

Ef litið er framhjá fyrirtækjakaupum, var besti söluvöxturinn á Bandaríkjamarkaði um 12%. Sala á Evrópumarkaði var slök á fjórða ársfjórðungi og óx sala þar án fyrirtækjakaupa um rúm 2% mæld í staðbundinni mynt. Vegna veikingar Evru á móti dal á fjórða fjórðungi jafngildir það yfir 5% samdrætti mælt í Bandaríkjadölum. Á Norðurlandamarkaði var ágætur vöxtur og þokkalegur á öðrum alþjóðlegum mörkuðum. 

Niðurfærsla óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaup setti verulegt mark á fjórðungin, en hún greinist þannig:

Kostnaðarliður	Fjárhæð í milljónum dala	Niðurfærsla sem hlutfall af sölu
		
Sölu- og markaðskostnaður	1,5	2,9%
Þróunarkostnaður	0,8	1,6%
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður	0,1	0,3%
Samtals	2,4	4,8%

Að auki var gjaldfærður áætlaður kostnaður við endurskipulagningu vegna kaupanna á IMP að fjárhæð 304.000 Bandaríkjadalir sem sérstakur kostnaðarliður. 

Framlegð sem hlutfall af sölu var 60,2% samanborið við 58,6% árið 2004. Til hækkunar vegur að framlegð á vörum Royce Medical er almennt aðeins hærri en á þeim vörum sem Össur seldi. Til lækkunar vegur hinsvegar óhagstæð gengisþróun á fjórða ársfjórðungi og lægri framlegð á vöruvali IMP.

Sölu- og markaðskostnaður hækkar umtalsvert og var 27,3% af sölu á móti 21,8% árið 2004. Breytingin er 5,5% þar af er 2,9% vegna niðurfærslu óefnislegra eigna. Sölu- og markaðskostnaður hjá Royce var hærri en hjá Össuri sem er aðalskýringin á hækkuninni.

Rannsóknar- og þróunarkostnaður var 8.2% af sölu samanborið við 7,6% árið 2004. Þegar frá er talin breyting á hlutfallinu vegna óefnislegra eigna, lækkar hlutfallið af sölu úr 8,2% í 6,6%. Veiking Bandaríkjadals á móti krónu eykur þróunarkostnað þar sem langstærstur hluti þróunarstarfs Össuar fer fram á Íslandi. Til lækkunar vegur hinsvegar að þróunarkostnaðarhlutfall hjá keyptum fyrirtækjum var um 3-4% á móti 6-8% hjá Össuri.

Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður var 15,5% af sölu á móti 15,8% árið 2004. Gengisþróun vegur til hækkunar á þessum kostnaði, þar sem yfirstjórn og fjármáladeild eru á Íslandi. Nokkur þrýstingur var til hækkunar til skemmri tíma vegna aukningar á umsvifum. Samkvæmt reynslu Össuar tekur um ár að ná fram rekstrarhagræðingu af fyrirtækjakaupum í þessum kostnaðarlið.

Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA) var um 18% á fjórða fjórðungi samanborið við 19% árið 2004. Þetta er þokkalegur árangur þegar litið er til þess að mjög hraður vöxtur hefur áhrift til aukningar kostnaðar til að byrja með áður en rekstrarhagræði fer að koma fram.

Fimm ára samanburður

 	2005	2004	2003	2002	2001
Sala 	160.729	124.399	94.467	81.284	63.380
Rekstrarhagnaður 	16.525	20.374	6.112	11.501	10.889
Fjármunatekjur/ (fjármagnsgjöld) 	-4.280	-1.232	-407	182	-487
Hagnaður fyrir skatta 	12.245	19.142	5.705	11.837	10.424
Hagnaður eftir skatta 	11.689	15.227	4.661	10.056	8.632
 					
Eigið fé	152.829	54.720	44.011	39.861	39.861
Heildareignir	407.997	108.915	102.126	71.425	70.682
Veltufé frá rekstri	18.954	23.095	8.774	14.661	10.771
Handbært fé frá rekstri 	15.481	16.600	10.383	10.503	10.359
 					
Arðsemi eigin fjár 	15%	31%	11%	29%	32%
Veltufjárhlutfall	2,1	2,2	1,8	2,3	1,9
Eiginfjárhlutfall	37%	50%	43%	56%	52%
Hagnaður á hlut síðustu 12 mánuði	3,53	4,80	1,45	3,12	2,64
Verð á hlut í lok árs	114	76	43,6	54	49,8
Markaðsvirði í milljónum dala	695	396	201	220	158


Rekstrarhorfur 

Rekstrarhorfur til lengri tíma eru bjartar. Össur er forystufyrirtæki á heimsvísu í hönnun, framleiðslu og sölu stoðtækja. Markviss sókn inn á stuðningstækjamarkaðinn er hafin og á stuttum tíma er fyrirtækið komið með breiða vörulínu á því sviði. Í framtíðinni mun fyrirtækið nýta sér tæknilega getu sína til að blása nýju lífi í stuðningstækjamarkaðinn með vöruþróun á sama hátt og gert hefur verið á stoðtækjamarkaðnum. Þróun í aldursamsetningu vestrænna þjóða felur í sér mikil tækifæri á þeim markaði sem Össur starfar á. Fyrsti árgangur barnasprengjukynslóðarinnar (1946-1964) verður sextugur á þessu ári en stærstur hluti viðskiptavina Össurar eru eldri borgarar. Þegar saman fer bættur efnahagur og auknar kröfur um lífsgæði eldra fólks eru líkur á því að mikil undirliggjandi vöxtur verði á endurhæfingarmarkaði næstu 20 árin.

Össur hefur sett sér það markmið að auka sölu í 750 milljón dali fyrir árslok 2010. Stefnt er að því að ná markmiðinu með öflugum innri vexti og fyrirtækjakaupum. Stefnt er að 23% rekstrarframlegð (EBITDA). 

Rekstrarhorfur á næsta ári eru ágætar. Mikið álag á mörgum sviðum fylgir þeim hraða vexti sem verið hefur undanfarið og talsverður almennur kostnaður eru því samfara að samþætta keypt fyrirtæki. Nauðsynlegt er að leggja í þennan kostnað ásamt endurskipulagningarkostnaði til að innleysa rekstrarhagræði til lengri tíma. Frá 2007 er gert ráð fyrir allt að 8 milljóna dala árlegu rekstrarhagræði vegna endurskipulagningar í tengslum við fyrirtækjakaup á tímabilinu júlí 2005 til janúar 2006.

Á árinu 2006 er líklegt að sala Össuar verði yfir 250 milljónir USD og EBITDA framlegð verði um 20%. Líklegt er að EBITDA framlegð á fyrsta fjórðungi verði frekar lág eða 16-18% fyrir utan óreglulega liði og er ástæðan fyrst og fremst kostnaðar vegna vaxtar. Auk þess er gert ráð fyrir kostnaði upp á 3 milljónir Bandaríkjadala vegna kaupanna á Innovation Sports.

Viðurkenningar
Á árinu hlaut Össur mikilvægar viðurkenningar fyrir hönnun og vörur í nýrri vörulínu fyrirtækisins með lífverkfræðilegri hönnun (Bionic technology by Ossur). Þessar viðurkenningar eru staðfesting á þeirri tækni og þekkingu sem Össur hefur þróað og staðfestir forystu fyrirtækisins á þessu sviði.
Frost & Sullivan veitti Össuri tækniverðlaun ársins 2005 (e. 2005 Technology of the year Award) fyrir Rheo Knee sem nú er fullkomnasta gervihnéð á markaðnum.
Í september hlaut Össur verðlaun Medical Marketing Association í Bandaríkjunum fyrir vörumerki nýrrar vörulínu sem byggist á lífverkfræðilegri hönnun (2005 Gold International Award of Excellence for the best branding/corporate identity development of the year). 

Í nóvember 2005 hlaut Össur verðlaun vísindatímaritsins Popular Science, í flokki bestu nýjunga, fyrir Power Knee sem er ný kynslóð gervilima þar sem notuð er lífverkfræðileg hönnun (e. Bionics). Power Knee er fyrsti gervifótur sinnar tegundar. Hann er vélknúinn og er með gervigreind, en vélaraflið kemur í stað vöðvaafls.

Fyrirtækjakaup

Á árinu náði Össur þeim árangri að færa sig enn frekar inn markað fyrir stuðningstæki með kaupum á fyrirtækjum með sterkar vörulínur og þekkingu á þessu sviði. Fyrirtæki, sem keypt voru á árinu, eru þessi:

Í byrjun júlí keypti Össur ástralska fyrirtækið Advanced Prosthetic Components fyrir 1,2 milljónir Bandaríkjadala, en fyrirtækið er fyrrum dreifingaraðili Össurar. Fyrirtækið mun einbeita sér að núverandi mörkuðum Össurar í Ástralíu, Kína og Japan ásamt því að vinna að frekari uppbyggingu í Asíu. 

Í júlí keypti Össur bandaríska stuðningstækjafyrirtækið Royce Medical Holding fyrir 216 milljónir Bandaríkjadala. Kaupin á Royce Medical veittu Össuri breiða vörulínu í stoðtækjum, aðgang að fagaðilum á þessu sviði, sterkari stöðu á Bandaríkjamarkaði og þekkingu á úthýsingu á framleiðslu. 

Í byrjun desember keypti Össur breska fyrirtækið Innovative Medical Products Holdings (IMP) fyrir 18,5 milljónir Bandaríkjadala. IMP Holdings er framleiðslu-, sölu- og dreifingarfyrirtæki á sviði stuðningstækja og stærsti sölu- og dreifingaraðili á stuðningstækjum í Bretlandi. IMP veitir Össuri sterka stöðu í Bretlandi.

Um miðjan desember 2005 keypti Össur hf. GBM Medical í Svíþjóð fyrir 1,9 milljónir Bandaríkjadala. GBM Medical er dreifingarfyrirtæki sem dreifir stuðningstækjavörum á Norðurlöndum.


Birtingadagatal Össurar

Eftirfarandi dagsetningar sýna áætlaða birtingu uppgjöra árið 2006:

	Aðalfundur 2006	24. febrúar 2006
	1. ársfjórðungur 	 3. maí 2006
	2. ársfjórðungur 	31. júlí 2006
	3. ársfjórðungur	30. október 2006
	4. ársfjórðungur	 7. febrúar 2007
	Aðalfundur 2007	23. febrúar 2007

Ársskýrsla Össurar verður lögð fram á aðalfundi félagsins.


Fundir með fjárfestum 

Miðvikudaginn 8. febrúar heldur Össur hf. upplýsingafundi fyrir fjárfesta.

Klukkan 8:15 að staðartíma verður opinn fundur með stjórnendum fyrirtækisins á Grand Hóteli við Sigtún. Á fundinum munu Jón Sigurðsson, forstjóri, og Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri, fara yfir rekstur tímabilsins. 

Klukkan 13:00 að staðartíma verður haldinn símafundur á ensku. Unnt verður að hlusta á fundinn á heimasíðu Össurar: www.ossur.com.

Vinsamlegast hringið í eftirfarandi símanúmer til að taka þátt í fundinum:

Símanúmer fyrir Evrópu: +44 (0) 20 7162 0025
Símanúmer fyrir Bandaríkin: +1 334 323 6201

Einnig er unnt að senda fyrirspurnir til fundarins, sem haldinn er á ensku, með tölvupósti á investormeeting@ossur.com. 


Fréttatilkynningar frá Össuri sendar á tölvupósti

Ef óskað er eftir því að fá fréttatilkynningar frá Össuri sendar á tölvupósti, er hægt að skrá sig á eftirfarandi síðu: http://www.ossur.com/investormailings