Össur - Ársuppgjör 2006

Helstu niðurstöður ársins
"	Sala var 252,1 milljón Bandaríkjadala (17,6 milljarðar íslenskra króna*), jókst um 57% frá árinu 2005.
"	Söluaukning vegna innri vaxtar var 9%. 
"	Pro forma söluaukning var 7%.
"	Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA), án einskiptiskostnaðar, var 47,9 milljónir dala (3,3 milljarðar íslenskra króna*), jókst um 47% frá 2005.
"	EBITDA hlutfall var 19,0%, án einskiptiskostnaðar; lækkar úr 20,2% fyrir árið 2005.
"	Hagnaður tímabilsins án einskiptiskostnaðar vegna endurskipulagningar var 9,7 milljónir dala (677 milljónir íslenskra króna*), samanborið við 15,6 milljónir árið 2005.  Að undanskildum einskiptiskostnaði vegna endurskipulagningar og afskriftum óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaupa á síðustu misserum, var hagnaður tímabilsins 17,0 milljónir dala, samanborið við 17,9 milljónir árið 2005 sem jafngildir lækkun um 5%.
"	Neikvæð gengisáhrif nema 5,6 milljónum Bandaríkjadala.
"	Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu tilliti til kauprétta var 6,27 bandarísk sent og lækkar úr 6,34 bandarískum sentum fyrir árið 2005 eða um 1%.
"	Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var 1,13 bandarísk sent, lækkar úr 3,52 bandarískum sentum 2005 eða um 68%. 

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs

"	Sala var 63,8 milljónir Bandaríkjadala (4,4 milljarðar íslenskra króna*), jókst um 29% frá sama tímabili 2005.
"	Söluaukning vegna innri vaxtar var 12%. 
"	Pro forma söluaukning var 10%.
"	Hagnaður fyrir afskriftir, vexti og skatta (EBITDA), án einskiptiskostnaðar, var 11,1 milljón dala (766 milljónir íslenskra króna*), jókst um 25% samanborið við fjórða fjórðung 2005.
"	EBITDA hlutfall var 17,3%, án einskiptiskostnaðar og lækkar úr 17,9% frá fyrra ári.
"	Hagnaður tímabilsins, að undanskildum einskiptiskostnaði vegna endurskipulagningar og afskrifta óefnislegra eigna vegna fyrirtækjakaupa á síðustu misserum, var 1,6 milljónir dala (110 milljónir íslenskra króna*), samanborið við 5,2 milljónir árið 2005.
"	Neikvæð gengisáhrif nema 1,8 milljónum Bandaríkjadala.
"	Hagnaður að viðbættum afskriftum á útistandandi hlut að teknu tilliti til kauprétta, án einskiptiskostnaðar, var 0,38 bandarísk sent og lækkar úr 1,85 bandarískum sentum á sama tímabili í fyrra eða um 79%.
"	Hagnaður á hlut að teknu tilliti til kauprétta var neikvæður um 0,96 bandarísk sent og lækkar úr 0,81 senti á sama tímabili 2005.  

Jón Sigurðsson, forstjóri:

"Síðasta ár einkenndist af umbreytingum og met vexti. Við höfum séð Össur breytast úr stoðtækjafyrirtæki í  forystufyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja. Á undanförnum 18 mánuðum höfum við keypt fjögur stór fyrirtæki ásamt nokkrum smærri og á sama tíma viðhaldið mjög góðum innri vexti í stoðtækjum. Í desember keyptum við Gibaud Group í Frakklandi og erum nú meðal stærstu fyrirtækja á sviði spelkna og stuðningstækja í Evrópu. Sala á spelkum og stuðningsvörum er nú rúmlega helmingur af sölu Össurar. Með kaupunum á Gibaud bætist við ný vörulína sem eru vörur til notkunar við blóðrásarmeðferðir. Þó svo að endurskipulagning hafi verið fyrirferðarmikil á árinu þá kynntum við einnig nýjar og framúrskarandi hátæknivörur sem hafa hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningar meðal fagmanna sem og notenda. Það hefur verið áskorun að viðhalda arðsemi á þessum tíma umbreytinga og eru niðurstöður ársins viðunandi. Við erum þess fullviss að við höfum skapað góðan grundvöll til að ná metnaðarfullum markmiðum Össurar um framtíðarvöxt og arðsemi."

Ath:     	Samanburðartölur fyrir 2005 hafa verið leiðréttar með því að undanskilja óvenjulega liði sem féllu til á þriðja ársfjórðungi 2005 vegna fyrirtækjakaupa, þ.e. uppfærslu birgða hjá Royce Medical í söluverð, kostnað vegna endurskipulagningar og óvenjulegar tekjur. Án þessarar leiðréttingar er samanburður töluvert hagstæðari.
        
 * 	Samkvæmt reikningsskilareglum miðast umreikningur rekstrarliða milli gjaldmiðla við meðalgengi rekstrartímabils. Við umreikning úr Bandaríkjadölum yfir í íslenskar krónur fyrir fjórða ársfjórðung er notað meðalgengi 68,99 ISK/USD. Við umreikning fyrir árið er notað meðalgengi janúar til desember sem var 69,77. Við umreikning efnahagsliða er notað gengi í árslok 71,83 ISK/USD.