Össur - Dagskrá og tillögur lagðar fyrir aðalfund 23. febrúar 2007

AÐALFUNDUR ÖSSURAR HF. 2007
HALDINN Á GRAND HOTEL, VIÐ SIGTÚN, REYKJAVÍK,
FÖSTUDAGINN 23. FEBRÚAR 2007 KL. 8:30
Dagskrá:

1.	Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.

2.	Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar.

3.	Tekin ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.

4.	Tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins á reikningsárinu.

5.	Tillaga til breytinga á gr. 2.01 í samþykktum félagsins sem felst í því að hækka hlutafé félagsins.

6.	Kosning stjórnar skv. gr. 5.01 í samþykktum félagsins. 

7.	Kosning endurskoðenda skv. gr. 7.02 í samþykktum félagsins.

8.	Tillaga um heimild til stjórnar að kaupa eigin hlutabréf félagsins.

9.	Tillaga að starfskjarastefnu skv. 79.gr.a. hlutafélagalaga.

10.	Önnur mál, sem borin hafa verið löglega fram eða fundurinn samþykkt að taka til meðferðar.

Tillaga um þóknun til stjórnar Össurar hf. fyrir liðið starfsár, lögð fyrir aðalfund félagsins 23. febrúar 2007.

Lagt er til að stjórnarlaun fyrir liðið starfsár verði greidd í bandarískum dölum sem hér segir:

Laun stjórnarformanns verði USD 50.000

Laun varaformanns verði USD 30.000

Laun annarra stjórnarmanna verði USD 20.000  

Tillaga um ráðstöfun hagnaðar, lögð fyrir aðalfund Össurar hf.  23. febrúar 2007.

Lagt er til að hagnaður félagsins á rekstrarárinu 2006 verði fluttur til næsta árs.  

Tillaga um endurskoðanda Össurar hf. fyrir næsta starfsár, lögð fyrir aðalfund félagsins 23. febrúar 2007.

Lagt er til að endurskoðendafélagið Deloitte hf. verði kjörið endurskoðandi félagsins til næsta árs.  

Tillaga til breytinga á gr. 2.01 í samþykktum félagsins, lögð fyrir aðalfund félagsins 23. febrúar 2007.

Lagt er til að gera breytingar á gr. 2.01 í samþykktum félagsins sem felur í sér að hækka hlutafé félagsins um allt að 200.000.000 hluti.

Tillaga að starfskjarastefnu skv. 79.gr.a. hlutafélagalaga

Tillaga um starfskjarastefnu lögð fyrir fundinn sem felur í sér launastefnu og kaupréttarsamninga fyrir forstjóra og framkvæmdastjórn.

Tillaga um heimild til stjórnar Össurar hf. að kaupa eigin hlutabréf félagsins, lögð fyrir aðalfund félagsins 23. febrúar 2007.

Félaginu er heimilt, í samræmi við 55 gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995, að kaupa allt að 10% af eigin hlutafé á gengi sem sé ekki hærra en 10% yfir og ekki lægra en 10% undir skráðu meðalgengi bréfa félagsins á næstu tveimur vikum á undan kaupunum.  

Heimild þessi gildi í næstu 18 mánuði.   Eldri heimildir falla jafnframt niður.

Subscribe