Össur Hf : Niðurstöður Aðalfundar

Report this content

Tilkynning frá Össuri hf. nr. 21/2017
Reykjavík, 9. mars 2017 

Hjálagðar eru niðurstöður aðalfundar Össurar hf. sem var haldinn í dag fimmtudaginn 9. mars 2017.

Á aðalfundinum var tekin ákvörðun um að lækka hlutafé félagsins um kr. 5.837.832 að nafnverði með því að fella niður 5.837.832 eigin hluti að nafnverði 1 króna hver. Skráð hlutafé lækkar þannig úr kr. 443.000.557  að nafnverði í kr. 437.162.725 að nafnverði. Gert er ráð fyrir að lækkunin verði skráð hjá fyrirtækjaskrá innan mánaðar.