Ársskýrsla Zinzino AB (ehf.) 2014

Zinzino tilkynnir hér með að ársskýrslu fyrirtækisins er nú að finna á heimasíðu fyrirtækisins, www.zinzino.com.

Í ársskýrslu 2014 eru áður óbirtar upplýsingar er varða markaðsstöðu fyrirtækisins. Fyrirtækið vill koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

- Zinzino sýndi mikinn vöxt fyrsta árfjórðung 2015. Velta fyrirtækisins var 106.2 milljónir SEK (75.5) og jókst velta um 41%.

- Kaup Zinzino á Faun Pharma AS hefur aukið viðskiptavild fyrirtækisins meir en fram kemur í árslokaskýrslu 2014. Viðskiptavild sem tengja má beint við kaup á Faun Pharma AS nemur 12 milljónir SEK, sem er 2 milljónum meir en áður hefur verið tilkynnt.

Ársskýrslu er að finna á eftirfarandi tungumálum; ensku, sænsku og finnsku.

Fyrir frekari upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við:
Dag Bergheim Pettersen, forstjóri, Zinzino, Tel. +47 (0) 93 22 57 00
Fredrik Nielsen, fjármálastjóri, Zinzino, Tel. +46 (0) 707 900 174
Myndir til birtingar án endurgjalds, vinsamlegast hafðu samband:
Anders Ekhammar, Tel. +46 (0) 707 462 579,
www.zinzino.is

Zinzino AB (publ.) er leiðandi fyrirtæki í beinni sölu, með opið fyrir sölu í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Íslandi, Færeyjum, Póllandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Zinzino markaðssetur og selur virk matvæli og kaffi. Vörulína okkar af virkum matvælum samanstendur af balancevörum okkar, olíu, shake, prófum og hylkjum. Kaffilínan samanstendur af espressovélum, kaffi, te og fylgihlutum. Starfsemi okkar einkennist af miklum gæðum, nálægð við viðskiptavini og áherslu á virka vöruþróun. Vörurnar eru markaðssettar með beinni sölu. Zinzino er hlutafélag sem skráð er á Nasdaq First North. Félagið hefur um 60 starfsmenn og er með aðalskrifstofu í Gautaborg. Félagið hefur einnig skrifstofu í Flórída í Bandaríkjunum. Zinzino á einnig framleiðslufyrirtækið, Faun Pharma AS, sem er með 30 starfsmenn og er staðsett í Vestby, utan Osló í Noregi.

Tags: