Advania gegn kynbundnum launamun

Report this content

Stjórnvöld á Íslandi hafa sett lög til að kveða niður kynbundinn launamun í atvinnulífinu. Lögin eru einsdæmi í heiminum og hafa vakið mikla athygli. Advania hefur þróað lausn til að auðvelda fyrirtækjum í landinu að lúta lögunum og útrýma launamuninum.

Ísland hefur lengi mælst eitt jafnréttissinnaðasta land í heimi og er svokallað fyrirmyndar hagkerfi samkvæmt úttektum Alþjóðaefnhagsráðsins, World Ecoomic Forum (WEF). Á Íslandi þykir sjálfsagt að fólk, óháð kyni, hafi sömu tækifæri til menntunar og frama í atvinnulífinu. Ísland var fyrsta landið í heimi til að kjósa sér konu sem forseta og nú er í annað sinn kona lýðræðislega kjörinn forsætisráðherra þjóðarinnar.

Þrátt fyrir að þjóðin skari fram úr í jafnréttismálum á heimsvísu er ekki þar með sagt að í landinu ríki algjört jafnrétti. Opinberar mælingar sýna að enn hallar verulega á konur á vinnumarkaði og enn er óútskýrður kynbundinn launamunur 7-18% bæði á hinum frjálsa markaði og hjá hinu opinbera.

Alþingi Íslands hefur því samþykkt lög til að kveða niður kynbundinn launamun. Lögin þykja einsdæmi og hafa vakið heimsathygli. Þau skikka öll fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn til að öðlast svokallaða jafnlaunavottun. Íslenska ríkið hefur látið útbúa samræmdan staðal, ÍST 85, um það sem fyrirtækin þurfa að gera til að hljóta vottunina. Nú eiga laun starfsmanna að vera ákvörðuð eftir stöðluðum verkferlum.

Faggildir vottunaraðilar meta hvort fyrirtækin uppfylli skilyrði fyrir jafnlaunavottuninni. Stærstu vinnustaðirnir þurfa að hafa öðlast vottun árið 2018 en smærri fyrirtæki fá aðeins lengri tíma til að aðlagast breyttu lagaumhverfi. Fyrirtækin sem ekki uppfylla skilyrðin eiga á hættu að verða sektuð.

Advania á Íslandi hefur þróað lausn fyrir fyrirtæki til að útrýma kynbundnum launamun og mæta hinum nýju íslensku jafnréttislögum. Lausnin kallast easyEQUALPAY og felst í ráðgjöf og hugbúnaði með innri úttektum og launavöktun. Hún er viðbót í mannlauðskerfinu H3 sem þegar er notað af stórum hluta íslenskra fyrirtækja. Kerfið heldur utanum ráðningar fyrirtækjanna og launakjör starfsmanna og það getur nú á auðveldan hátt tekið út þær upplýsingar sem krafist er til að fá jafnlaunavottun. Með lausninni geta fyrirtækin verið viss um að uppgötva kynbundnar skekkjur við launaákvarðanir og unnið sér svigrúm til að bregðast við og leiðrétta þær.

Við hjá Advania erum stolt af lausn sem styður við mikilvæga löggjöf til aukins jafnréttis á vinnumarkaði.

Mynd: Samstaða var um það á Alþingi Íslands að setja lög sem kveða niður kynbundinn launamun í atvinnulífinu. Hér er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ásamt ríkisstjórn Íslands.

For more information, please contact:

Aegir Mar Thorisson, CEO of Advania Iceland
Phone +354 864 9841
Email: aegir.thorisson@advania.is


Um Advania
Advania er norrænt félag í uppplýsingatækni með 22 starfsstöðvar í Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi. Fyrirtækið aðstoðar viðskiptavini sína við að bæta árangur þeirra með framúrskarandi tæknilausnum. Advania þjónustar þúsundir viðskiptavina, alþjóðlegar samsteypur, ríkisstjórnir og opinberar stofnanir, stór og smá fyrirtæki á öllum sviðum samfélagsins. Advania á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1939 þegar íslenskur frumkvöðull stofnaði viðgerðarþjónustu fyrir skrifstofubúnað í Reykjavík. Næstu áratugina urðu til þrjú tæknifyrirtæki í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi sem voru sameinuð undir hatti Advania árið 2012. Nánari upplýsingar má finna á advania.com

Tags:

Media

Media

Documents & Links