Advania gegn kynbundnum launamun
Stjórnvöld á Íslandi hafa sett lög til að kveða niður kynbundinn launamun í atvinnulífinu. Lögin eru einsdæmi í heiminum og hafa vakið mikla athygli. Advania hefur þróað lausn til að auðvelda fyrirtækjum í landinu að lúta lögunum og útrýma launamuninum.Ísland hefur lengi mælst eitt jafnréttissinnaðasta land í heimi og er svokallað fyrirmyndar hagkerfi samkvæmt úttektum Alþjóðaefnhagsráðsins, World Ecoomic Forum (WEF). Á Íslandi þykir sjálfsagt að fólk, óháð kyni, hafi sömu tækifæri til menntunar og frama í atvinnulífinu. Ísland var fyrsta landið í heimi til að kjósa sér konu sem forseta og