Advania hlýtur elleftu gullvottunina frá Microsoft
Advania á Íslandi hlaut fyrir skömmu elleftu gullvottunina frá Microsoft fyrir framúrskarandi þjónustu og sérfræðiþekkingu á Microsoft-lausnum. Gullvottun er hæsta einkunn sem Microsoft gefur samstarfs- og þjónustuaðilum á tilteknum sérfræðisviðum. Hjá Advania á Íslandi starfa 120 Microsoft-sérfræðingar. Þeir hafa lokið stöðluðum alþjóðlegum Microsoft-prófum og hafa sérhæft sig í lausnum frá Microsoft. Á bak við hverja gullvottun Advania eru að minnsta kosti fjórir Microsoft-sérfræðingar og góðar umsagnir frá um það bil fimm viðskiptavinum. „Microsoft er einn af okkar allra