Katrín Olga Jóhannesdóttir og Vesa Suurmunne ný í stjórn Advania

Report this content

Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fædd 1962. Hún er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Icelandair Group og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga sat áður í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja. Hún starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Katrín Olga er BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Háskólanum í Óðinsvéum.

Vesa Suurmunne er fæddur 1955. Hann er forstjóri Nordic Mezzanine Advisers Limited. Hann hefur áður gegnt stjórnunarstörfum hjá Hambro European Ventures, Hambros Bank Limited, Arctos Asset Management og hjá The Industrialization Fund of Finland. Vesa er með meistaragráðu í tæknifræði frá Tækniháskólanum í Helsinki og BS gráðu í viðskiptafræði frá Helsinki School of Economics.

Stjórn Advania er skipuð Thomas Ivarson, stjórnarformanni, Birgitta Stymne Göransson, Bengt Engström, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Vesa Suurmunne. Nánari upplýsingar er að finna á www.advania.com/about.

Thomas Ivarson, stjórnarformaður:

”Það gleður okkur mjög að fá Katrínu Olgu og Vesa inn í stjórnina. Þau búa að mikilli viðskipta- og stjórnarreynslu og hafa góða innsýn í mikilvægustu markaði Advania. Þau koma með þekkingu og sérfræðikunnáttu inn í stjórnina sem styður við markmið félagsins um áframhaldandi vöxt, með því bjóða þjónustu og upplýsingatæknilausnir sem skapa verðmæti fyrir okkar viðskiptavini. Ég býð þau hjartanlega velkomin til Advania.”

Nánari upplýsingar veita:

Thomas Ivarson, stjórnarformaður Advania, í síma +46 70 264 39 43 eða

Gestur G. Gestsson, forstjóri, í síma 615 3000, tölvupóstfang gestur@advania.com

Advania þjónustar þúsundir fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndum og býður fjölbreytta þjónustu og upplýsingatæknilausnir. Okkar markmið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að einfalda uppbyggingu og rekstur tölvukerfa, auka skilvirkni í þeirra rekstri og draga úr kostnaði þeirra. Advania bregst hratt við þörfum viðskiptavina sinna og hefur haldið þeim eiginleika þrátt fyrir verulegan vöxt á undanförnum árum. Við leggjum áherslu á sérfræðingar sem þjónusta viðskiptavini hafi fullt vald til að taka ákvarðanir með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. Okkar markmið er að viðskiptavinir Advania bæti sinn árangur með hjálp upplýsingatækninnar.

Tags:

Media

Media

Documents & Links