Tími til að bregðast við GDPR!

Report this content

Advania Advice veitir stjórnendum alhliða ráðgjöf 

Stjórnendur og forsvarsmenn fyrirtækja í Evrópu eru í óða önn að undirbúa sig undir GDPR, nýjar evrópskar reglur um verndun persónupplýsinga. Reglurnar taka gildi þann 25. maí á næsta ári og ná til allra þeirra sem sýsla með persónuupplýsingar.

Metþátttaka var á morgunverðarfundi Advania í Reykjavík á dögunum þegar rætt var um undirbúning fyrir GDPR. Áhuginn á fundinum er til marks um að atvinnulífið sé að búa sig undir breytingarnar.

Advania hefur nýlega sett á saman teymi sérfræðinga sem veitir stjórnendum ráðgjöf, meðal annars um þau skref sem þarf að stíga til að tryggja að fyrirtæki starfi í samræmi við ný lög. Teymið heitir Advania Advice og er skipað ráðgjöfum með yfirgripsmikla þekkingu á umbreytingum stjórnkerfa og verkferlum fyrirtækja. Ráðgjafarnir hafa meðal annars leitt stór fyrirtæki í gegnum allan undirbúning fyrir GDPR. Advania Advice getur því veitt fyrirtækjum aðstoð, ýmist við einstaka verkþætti eða allt ferlið frá undirbúningi að verklokum.

Sérfræðingum Advania ber saman um að óþarfi sé að hafa áhyggjur af lagabreytingunni en full ástæða sé til að hefja undirbúning sem fyrst. 

Nánari upplýsingar veitir:

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, í síma +354 864 9841 eða í gegnum tölvupóstfangið aegir.thorisson@advania.is

Um Advania

Advania þjónustar þúsundir fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndum og býður fjölbreytta þjónustu og upplýsingatæknilausnir. Okkar markmið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að einfalda uppbyggingu og rekstur tölvukerfa, auka skilvirkni í þeirra rekstri og draga úr kostnaði þeirra. Advania bregst hratt við þörfum viðskiptavina sinna og hefur haldið þeim eiginleika þrátt fyrir verulegan vöxt á undanförnum árum. Við leggjum áherslu á sérfræðingar sem þjónusta viðskiptavini hafi fullt vald til að taka ákvarðanir með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. Okkar markmið er að viðskiptavinir Advania bæti sinn árangur með hjálp upplýsingatækninnar. Frekari upplýsingar má finna á www.advania.com og www.advania.is.

Tags:

Media

Media

Documents & Links