Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta vottun frá Salesforce

Report this content

Advania hefur hlotið eftirsótta viðurkenningu frá einu fremsta hugbúnaðarfyrirtæki heims og er nú vottaður samstarfsaðili Salesforce (e. Certified Partner). Salesforce hefur í tæp 20 ár þróað hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að rækta viðskiptatengsl, tryggja góða þjónustu og stuðla að skilvirkari markaðssetningu og sölu. Salesforce er útbreiddasti viðskiptatengslahugbúnaður í veröldinni, enda veitir kerfið góða yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini og auðveldar ákvarðatöku við vöruþróun og sölu. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa notað Salesforce með góðum árangri.

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi:

„Þessi vottun er mikilvæg fyrir okkar viðskiptavini. Hún bæði staðfestir færni Advania og tryggir viðskipavinum okkar aðgengi að bestu sérfræðingum Salesforce og viðamiklu tengslaneti þeirra sem fremst standa í þessum iðnaði um allan heim. Við höfum átt gott samstarf með Salesforce og viðskiptavinir okkar hafa nýtt sér hugbúnaðinn til að ná forskoti á hörðum samkeppnismarkaði. Það er fátt sem styrkir stöðu fyrirtækja meira en góð innsýn í þarfir og óskir viðskiptavina. Ég er stoltur af þessari vottun og því breiða lausnaframboði sem við getum boðið viðskiptavinum á sviði viðskiptatengslakerfa en þar ber helst að nefna Salesforce og Microsoft CRM.“

Nánari upplýsingar veitir:

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, í síma +354 864 9841 eða í gegnum tölvupóstfangið aegir.thorisson@advania.is

Um Advania

Advania þjónustar þúsundir fyrirtækja og stofnana á Norðurlöndum og býður fjölbreytta þjónustu og upplýsingatæknilausnir. Okkar markmið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að einfalda uppbyggingu og rekstur tölvukerfa, auka skilvirkni í þeirra rekstri og draga úr kostnaði þeirra. Advania bregst hratt við þörfum viðskiptavina sinna og hefur haldið þeim eiginleika þrátt fyrir verulegan vöxt á undanförnum árum. Við leggjum áherslu á sérfræðingar sem þjónusta viðskiptavini hafi fullt vald til að taka ákvarðanir með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi. Okkar markmið er að viðskiptavinir Advania bæti sinn árangur með hjálp upplýsingatækninnar.

Tags:

Documents & Links