Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta vottun frá Salesforce
Advania hefur hlotið eftirsótta viðurkenningu frá einu fremsta hugbúnaðarfyrirtæki heims og er nú vottaður samstarfsaðili Salesforce (e. Certified Partner). Salesforce hefur í tæp 20 ár þróað hugbúnað sem hjálpar fyrirtækjum að rækta viðskiptatengsl, tryggja góða þjónustu og stuðla að skilvirkari markaðssetningu og sölu. Salesforce er útbreiddasti viðskiptatengslahugbúnaður í veröldinni, enda veitir kerfið góða yfirsýn yfir öll samskipti við viðskiptavini og auðveldar ákvarðatöku við vöruþróun og sölu. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa notað Salesforce með góðum árangri. Ægir Már Þórisson,