Starfsmenn Advania aldrei fleiri
Aukin umsvif og góður árangur Advania á undanförnum misserum hefur kallað á mikla fjölgun starfsmanna. 49 hófu störf hjá fyrirtækinu á Íslandi í fyrra og eru starfsmenn nú 625 talsins. Gríðarlega margir sýndu áhuga á að vinna hjá fyrirtækinu en fjöldi atvinnuumsókna á liðnu ári samsvarar um 1% af vinnuafli á Íslandi. Mannauður Advania hefur fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Í hópnum eru meðal annars hugbúnaðarsérfræðingar, ráðgjafar, kerfisstjórar, verkefnastjórar og ýmis konar sérfræðingar. Ánægja starfsfólks Advania hefur aukist jafnt og þétt á milli ára. Það sýna niðurstöður úr