Advania á Íslandi hlýtur eftirsótta viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur
Advania hlaut á dögunum eftirsótta viðurkenningu frá alþjóðlega hug- og vélbúnaðarrisanum NCR fyrir afburða árangur og gæði í starfi. Verðlaunin nefnast "Partner Award for Excellence" og voru þau afhent á árlegri ráðstefnu í Barcelona, þangað sem NCR hafði stefnt alþjóðlegum samstarfsaðilum sínum. Ívar Logi Sigurbergsson sölustjóri hjá Advania og Daði Snær Skúlason vörustjóri hjá Advania veittu viðurkenningunni móttöku. NCR hefur verið leiðandi í þjónustu við banka og smásölufyrirtæki síðan 1884 og veitir þjónustu í yfir 120 löndum. Fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausnir og sölu-