Hildur Magnúsdóttir viðskiptastjóri hjá DecideAct á Íslandi

Report this content
Undanfarin ár hefur hugbúnaðarfyrirtækið DecideAct, sem er í eigu danskra og íslenskra aðila, þróað og markaðssett hugbúnað sem er sérhannaður til stjórnunar og eftirfylgni á framkvæmd stefnu. 

Vegna aukinna umsvifa hefur DecideAct á Íslandi sett aukna áherslu á að styrkja viðskiptasamband og veita viðskiptavinum aukinn stuðning við stefnuframkvæmd og hefur ráðið Hildi Magnúsdóttur M.Sc. í stjórnun og stefnumótun sem viðskiptastjóra félagsins á Íslandi og hefur hún þegar hafið störf. Hildur er 36 ára, með viðskiptafræðigráðu frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður hjá Jarðborunum í 11 ár.

Samhliða starfi sínu hjá DecideAct mun Hildur stunda doktorsnám við Háskóla Íslands á sviði stjórnarhátta og innleiðingu stefnu með áherslu á ESG og innleiðingu góðra stjórnarhátta. Í samstarfi DecideAct, Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands og Copenhages Business School verður rannsakað hvernig fyrirtækjum á alþjóðlegum mörkuðum tekst til við að þróa góða stjórnarhætti og innleiða þá sem hluta af sinni stefnumótun.

DecideAct býður uppá skýjalausn sem heldur utan um framvindu markmiða og  stefnur fyrirtækja og eftirfylgni stefnuáætlana, svokallað stefnubókhald, með sama hætti og fjárhagsbókhald er nýtt við eftirfylgni fjárhagsáætlana. Hildur mun í starfi sínu meðal annars rannsaka hvernig viðskiptavinum DecideAct vegnar við notkun hugbúnaðar félagsins við innleiðingu stefnu og stjórnarhátta. Niðurstöðurnar munu varpa ljósi á nýjar aðferðir á sviði stafrænnar tækni og hagnýtingar þeirra við innleiðingu stefnu og stjórnarhátta.

Hildur er þátttakandi í þverfaglegu rannsóknarteymi akademísks fólks á sviði stafrænnar tækni, stjórnarhátta og stefnumótunar, frá Noregi, Danmörku, Spáni, Bandaríkjunum, Kanada og Íslandi. Rannsóknirnar eru af mjög hagnýtum toga og munu nýtast fyrirtækjum og stofnunum alþjóðlega við það vandasama verk að innleiða og fylgja eftir góðum stjórnarháttum.

Contact Information

The Company

CEO, Flemming Videriksen

+ 45 78756550

E-mail: ir@decideact.net

DecideAct A/S

Østre Kajgade 3, 3730 Nexø, Denmark

Certified Advisor

Keswick Global AG

+ 43 1 740 408045

E-mail: info@keswickglobal.com

Um DecideAct:
DecideAct er hugbúnaðarfyrirtæki sem gerir fyrirtækjum kleift að framkvæma og fylgja eftir stefnu í stefnubókhaldi sem er í formi skýjalausnar. Með því að endurskoða aðferðir við innleiðingu og framkvæmd stefnu hefur DecideAct búið til byltingarkennt verkfæri sem getur nýst öllum fyrirtækjum og stofnunum, í opinbera og einkageiranum, í öllum atvinnugreinum, landsvæðum, óháð hlutverki notenda og tegund forgangsverkefna, við að ná stefnumarkandi markmiðum. Framtíðarsýn DecideAct er að nútímavæða stefnumótandi forystu með tækni.

Subscribe

Media

Media