Elkem Ísland fagnar 40 ára afmæli
Grundartanga, 1. júní 2019: Í dag heldur Elkem Ísland upp á 40 ára afmæli. Verksmiðjan er ein stærsta kísilmálmverksmiðja heims og leggur áherslu á að framleiða hágæða kísilmálm á sjálfbæran hátt.Framkvæmdir við verksmiðjuna hófust árið 1977 en fyrsti ofninn var gagnsettur árið 1979, fyrir fjörutíu árum. Í dag framleiðir Elkem Ísland og selur hágæða kísilafurðir út um allan heim. Undanfarin ár hefur framleiðsla á sérvöru aukist til muna umfram staðalkísilmálm, ávallt með áherslu á sjálfbæra framleiðslu. Elkem Ísland hefur, fyrst stórra iðnfyrirtækja á Íslandi, lofað íslensku þjóðinni að