Viðskiptavakt með hlutabréf í Össuri hf.

Report this content
Össur hf. hefur samið við Kaupþing banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins. Kaupþing banki hf. tekur að sér að setja fram kaup- og sölutilboð í Össur á hverjum viðskiptadegi sem hér segir frá og með 3. janúar 2003:
Kaup- og sölutilboð, 100.000 hlutir á verði samkvæmt ákvörðun Kaupþings banka hverju sinni. Verði tilboði tekið, setur bankinn fram annað tilboð eftir eigin mati en þó ekki með meiri verðbreytingu en sem nemur 2,0%.  Mismunur kaup- og sölutilboða skal ekki vera meiri en 1,0%. Ef viðskipti á einum viðskiptadegi ná 30.000.000, ISK  að markaðsvirði, er Kaupþingi banka heimilt að hætta framsetningu tilboða þann dag.

Subscribe