PUTNAM SKIPAR SÖLU- OG MARKAÐSSTJÓRA FYRIR NORÐURLÖND

Fyrirtækið stofnar skrifstofu fyrir Norðurlönd

BOSTON, LONDON, KAUPMANNAHÖFN, 12 júní, 2008 -- Putnam Investments hefur skipað Eric C. Pedersen, yfir-varaforseta, forstjóra sölu og markaðssetningar fyrir Norðurlönd. Hann mun heyra undir Joseph T. Phoenix, framkvæmdastjóra, sem stjórnar dreifingu í Evrópu.

Með þessari tilnefningu stofnar Putnam einnig sjálfstæða skrifstofu á Norðurlöndum.

Hr. Phoenix sagði þegar hann gaf þessa tilkynningu:

“Okkur er ánægja að tilkynna opun Norðurlandaskrifstofu Putnam í Kaupmannahöfn sem mun þjóna stofnanafjárfestum á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Á Norðurlöndum eru þróaðar fjárfestingastofnanir og því kröfuharðir viðskiptamenn með mikla þekkingu. Með því að koma upp staðbundinni viðveru mun Putnam efla þá þjónustu sem í boði er fyrir núverandi viðskiptamenn og er nú vel sett til að bjóða ýmsa möguleika – þar á meðal hið einstaka svið okkar varðandi fjárfestingarvörur fyrir fastar tekjur – á stofnanamarkaði Norðurlanda”

“Það að ráða stjórnanda með hina miklu þekkingu sem Eric hefur á bæði stofnanamarkaði og smásölumarkaði og stofna skrifstofu í Kaupmannahöfn sýnir hinn mikla áhuga okkar á tækifærum hér. Með núverandi tengslum Putnam við viðskiptamenn og þá miklu þörf sem við sjáum fyrir fjárfestingagetu okkar teljum við að þetta sé rétti tíminn til að koma á langtíma tengslum við þetta svæði.”

Hr. Petersen verður ábyrgur fyrir dreifingarstefnu fyrirtækisins á Íslandi, í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi.
Hann kemur til liðs við Putnam frá Nordea Savings & Asset Management þar sem hann var framkvæmdastjóri og mótaði stefnu fyrir eignastjórnun og einstaklingsmiðaða starfsemi banka og lífeyrissjóða. Hann hafði starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2000 í stöðum með vaxandi ábyrgð. Hr. Petersen er með MSc gráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, með sérgrein í þjóðhagsfræði og alþjóðahagfræði.

Media

Media

Dokument & länkar